Opið hús hjá Frjálslyndum í Eyjum í dag

Opið hús verður á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins, í Valhöll að Strandvegi 43a í Vestmannaeyjum, í dag klukkan 16. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti og ef veður leyfir verður grillað. Frjálslyndir í Eyjum halda kvöldvöku í kvöld þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og lfiandi tónlist. Frambjóðendur Frjálslyndra í Suðurkördæmi bjóða alla velkomna á […]

Árni Johnsen spilaði á Selfossi og Hvolsvelli

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferðinni um Suðurkjördæmi í framboðsrútu undanfarna daga. Vinnustaðir hafa verið heimsóttir og stjórnmálafundir haldnir. Árni Johnsen hefur gítarinn gjarnan við höndina á ferðalögum og lék hann nokkur lög þegar frambjoðendur litu við á rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. (meira…)

Sjálfstæðismenn heimsóttu Sólheima í Grímsnesi

Unnur Brá Konráðsdóttir og Drífa Hjartardóttir, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins heimsóttu Sólheima í Grímsnesi í gær, fimmtudag. Gengu frambjóðendur um svæðið og spjölluðu við íbúa og starfsfólk um málefni líðandi stundar og verkefnin framundan. Á vef Sjálfstæðisflokksins segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim Unni Brá og Drífu á Sólheimum. (meira…)

Samfylkingin dreifir rósum, birki og jafnaðarstefnu

Frambjóðendur stjórnmálaflokkana taka upp á ýmsu síðustu dagana fyrir kosningar. Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi byrjaði í kvöld að dreifa jafnaðarstefnu sinni auk íslenskra rósa og birkis. Íbúar Reykjanesbæjar voru þeir fyrstu sem fengu þessa óvæntu gjöf með kosningaboðskap Samfylkingarinnar en frambjóðendur munu hafa þennan háttinn á um allt Suðurkjördæmi næstu daga. Kvenpeningur Reykjanesbæjar var í leiðinni […]

�?trúleg framganga rótgróinna körfuboltafélaga

Um helgina átti að fara fram síðasta fjölliðamót Íslandsmóts karla í 7. flokki körfuboltans. Mótið átti að vera í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði en var frestað vegna forfalla liða. Nú hafa þau tekið sig saman og neita öll sem eitt að koma til Eyja og því hefur KKÍ ákveðið að leikirnir falla niður. Björn Einarsson, […]

Göngum til verka – verjum heimilin

Í vor verður kosið um á hvaða grunngildum skal byggja íslenskt samfélag. Eyða verður þeirri óvissu sem ríkir um framtíðina en það verður gert með því að tala skýrt og einbeita okkur að þeim verkefnum sem við blasa. Lækkun vaxta og endurreisn bankakerfisins eru stærstu verkefnin auk þess að tryggja þeim heimilum og fyrirtækjum, sem […]

Ofurlaunapartý á 10 ára fresti?

Þann 1.október sl. skrifaði ég ritgerð í mastersnámi mínu í mannauðsstjórnun sem fjallaði um ofurlaun. Sárafáar og nánast engar heimildir voru fáanlegar um ofurlaunaþróun og hefðir þar að lútandi á íslensku og um íslenskt atvinnulíf og varð því úr að flestar þeirra voru sóttar til Ameríku. (meira…)

Vegna fyrirhugaðra strandveiða

Steingrímur J. og Vinstri grænir eru allt í einu farnir að lofa því rétt fyrir kosningar að strandveiðar verði gefnar frjálsar, en þegar kaflinn hérna að neðan er lesinn, kemur í ljós að við Eyjamenn og aðrir sunnlendingar fáum ekkert út úr þessu. Bara svo það sé alveg á hreinu, þá hefur hingað til verið […]

50 manns í Ráðhúskaffi

Um 50 manns mættu á fund Sjálfstæðismanna í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í gær. Sérstakur gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, formaður flokksins. Sjálfstæðismenn segja fundinn hafa verið góðan og málefnalegan. Rætt var um gjaldmiðils-, atvinnu- og sjávarútvegsmál. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa heimsótt vinnustaði í Reykjanesbæ í dag. (meira…)

Kennir bæjarstjórn um fýlu frá Lýsi

Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Lýsis í Þorlákshöfn segir að fullkominn mengunarvarnarbúnaður sé tilbúinn til uppsetningar sem myndi koma í veg fyrir að nokkur ólykt berist frá verksmiðjunni. Skipulagsfulltrúi bæjarins gagnrýndi starfssemina harðlega í hádegisfréttum útvarpsins í dag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.