Strákarnir enduðu í fjórða sæti

7. flokkur ÍBV endaði í fjórða sæti Scania Cup mótsins í Svíþjóð en mótið er óopinbert Norðurlandamót félagsliða í körfubolta. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Vestmannaeyjum tekur þátt í mótinu en í mótslok var Sigurður Grétar Benónýsson valinn í úrvalslið Scania Cup. (meira…)
Hvolsvallarlögregla ánægð með þyrlueftirlit

Lögreglan á Hvolsvelli og Landhelgisgæslan fylgdust með umferð úr lofti í gær, laugardag. Eftirlitið gekk vel og var enginn þeirra ökumanna jeppa, snjósleða eða annarra faratækja sem voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis. (meira…)
Samfylkingarvöfflur í Vestmannaeyjum

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum var opnuð kl. 15 í dag. Frambjóðendur í efstu sætum lista flokksins í Suðurkjördæmi buðu upp á vöfflur í páskasólinni. Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, var einnig viðstaddur opnunina. Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur einnig opnað kosningaskrifstofur í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Höfn. (meira…)
Áframhaldandi vaktir sjúkraflutninga sigur fyrir sveitarfélögin

Sú niðurstaða að bakvaktir sjúkraflutningamanna í Rangárvallasýslu haldi áfram er sigur fyrir sveitarfélögin á svæðinu, að mati Unnar Brár Konráðsdóttur sveitarstjórnarmanns. Hún er ánægð með að lausn hafi náðst í samvinnu við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og segir að sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu hafi ekki getað sætt sig við að vegið væri að grunnþáttum í öryggisþjónustu úti […]
Hálendiseftirlit lögreglunnar á Hvolsvelli um páskana

Lögreglan á Hvolsvelli verður með sérstakt hálendiseftirlit á láði og í lofti um páskahelgina. Sérstaklega verður fylgst með ástandi ökumanna, bæði hvað varðar ölvunar-, fíkniefna- og utanvegarakstur. (meira…)
Upptökum á Slor og skítur lauk seint í gærkvöldi

Karlalið ÍBV í knattspyrnu og rokksveitin Hoffman fóru í hljóðverið Island Studios í Vestmannaeyjum í gær og tóku upp lagið Slor og skítur eða Dúrí dara. Lagið hafa Eyjamenn sungið í búningsklefanum eftir sigurleiki en nú á að gera enn betur og gefa lagið út í endurbættri útgáfu Hoffmanliða. Upptökum lauk seint í gærkvöldi og […]
ÍBV vann fyrsta leik sinn á mótinu

7. flokkur drengja keppir nú á Scania Cup körfuboltamótinu í Svíþjóð en mótið er eitt stærsta körfuboltamót ársins og er nokkurskonar Norðurlandamót yngri flokka. ÍBV fer vel af stað í mótinu en strákarnir unnu fyrsta leik sinn 68:47 gegn finnska liðinu KTP. (meira…)
Nokkur heilræði fyrir eiginkonur

Eftirfarandi 10 ráðleggingar eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði. Þær eru afskaplega vel til fundnar og hæfa, – allavega eiginmanninum mjög vel. 1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar […]
Safnstjóra vantar við Byggða- og ljósmyndasafn Vestmannaeyja

Stjórn Byggða- og ljósmyndasafns Vestmannaeyja hefur auglýst eftir safnstjóra í fullt starf. Nýr safnstjóri á að annast rekstur safnsins og leiða endurskipulagningu þess í samstarfi við stjórn og sérfræðinga á því sviði. (meira…)
Fræðsla um Skaftáreldana

Yfir páskana fer fram hin árlega hátíð Sigur lífsins á Kirkjubæjarklaustri. Þar er fléttað saman fræðslu um Skaftáreldana árið 1783, útivist á söguslóðum og helgihaldi páskahátíðarinnar. (meira…)