Sú niðurstaða að bakvaktir sjúkraflutningamanna í Rangárvallasýslu haldi áfram er sigur fyrir sveitarfélögin á svæðinu, að mati Unnar Brár Konráðsdóttur sveitarstjórnarmanns. Hún er ánægð með að lausn hafi náðst í samvinnu við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og segir að sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu hafi ekki getað sætt sig við að vegið væri að grunnþáttum í öryggisþjónustu úti á landi með þessum hætti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst