Að létta á sér yfir aðra

Það gengur auðvitað ekki að menn létti á sér hvar sem er. Slíkt er bæði dónaskapur og sóðaskapur. Það er hinsvegar allt í lagi að leika sér dálítið með þennan verknað. Hér er stutt og bráðfyndið myndband um að þykjast létta á sér. (meira…)
Olíufélögin þurfa greiða Vestmannaeyjabæ skaðabætur

Nú fyrir skömmu var kveðinn upp dómur í Héaðsdómi Reykjavíkur í máli Vestmannaeyjabæjar gegn olíufélögunum Ker, Skeljungi og Olíuverslun Íslands. Máið var höfðað vegna meints tjóns sem hlaust af útboði vegna eldsneytiskaupa í apríl 1997 vegna samráðs olíufélaganna við gerð tilboða. Olíufélögin þrjú voru dæmd til að greiða Vestmannaeyjabæ 10 milljónir króna í bætur auk […]
Undanúrslit á sunnudag og mánudag

Nú er Vestmannaeyjamótið í snóker komið vel á veg en eftir standa fjórir eftir útsláttarkeppnina. Undanúrslitin verða leikin á sunnudag og mánudag en í fyrri leiknum mætast fyrrum knattspyrnukapparnir Hlynur Stefánsson og Páll Pálmason en leikur þeirra hefst klukkan 13.00 á sunnudag. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kristján Egilsson og Kristleifur Magnússon. (meira…)
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjödæmi

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Capacent Gallup sem kynntur var í gær mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í Suðurkjördæmi eða 29,6%. Vinstri grænir koma þar á eftir með 25,8% en fylgi við Samfylkinguna hefur samkvæmt könnuninni dregist verulega saman og mælist nú 21,6%. Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi mælist með 15,9%, Borgarahreyfingin, O-listinn, með 2,8% en önnur framboð mælast samtals […]
Slökkviliðsmaður grunaður um íkveikjuna í Eyjum

Annar mannanna, sem handteknir voru í Vestmannaeyjum í fyrrinótt vegna íkveikju í rútubifreið, er slökkviliðsmaður, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mennirnir hafa nú verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og voru þeir yfirheyrðir í gær. (meira…)
Innanhúsmót í fótbolta um páskana

KFS mun halda innanhúsmót í fótbolta um páskana í samstarfi við Powerade og Axeló. Mótið fer fram laugardaginn 11.apríl í íþróttahúsinu frá 12:30 – 16:00. Spilað verður í tveimur riðlum. Það spila allir við alla í sínum riðli og komast tvö efstu liðin úr hvorum riðli í úrslit. Ekki er vitlaust að tala við eitthvað […]
10 metra mastur lagðist á hliðina

Loftnetamastur við flugturninn í Vestmannaeyjum lagðist á hliðina í dag. Mjög hvasst er við flugvöllinn og fer vindhraði upp undir 30 m/s í mestu hviðunum. Svo virðist vera sem tæring í botnstykki mastursins hafi leitt til þess að það gaf undan í rokinu. Í mastrinu eru loftnet fyrir fjarskiptatæki turnsins auk farsímaloftneta fyrir símafyrirtækin Vodafone […]
�?ýsk sjónvarpsstöð leitar að Eyjafjölskyldu

Þýsk sjónvarpsstöð leitar að fjölskyldu í Vestmannaeyjum sem væri til í að taka í fóstur tvo þýska unglinga. Unglingarnir myndu lifa og starfa með fjölskyldunni í eina viku sem yrði svo gert skil í þáttaröð sem sýnd verður síðar. Fyrirhugaðar tökur hefjast 14. apríl en áhugasamir geta haft samband við Kristínu Jóhannsdóttur í Ráðhúsi Vestmannaeyja […]
Hægt að fylgjast með Margréti Láru á LFCTV

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping spila sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sunnanå SK heim. Margrét Lára skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fær örugglega að spreyta sig í kvöld. (meira…)
Vilja opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla

Á fundi Fræðslu- og menningarráðs voru tekin fyrir úrræði í leikskólamálum. Lagt er til að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla en talið er að árlegur kostnaður af slíkri deild sé um 25 milljónir. Í dag eru 48 börn á þessum aldri en hvert barn á leikskóla kostar um 1 milljón. Því telur […]