Hægt að fylgjast með Margréti Láru á LFCTV

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping spila sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sunnanå SK heim. Margrét Lára skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fær örugglega að spreyta sig í kvöld. (meira…)
Vilja opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla

Á fundi Fræðslu- og menningarráðs voru tekin fyrir úrræði í leikskólamálum. Lagt er til að opna leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Hamarsskóla en talið er að árlegur kostnaður af slíkri deild sé um 25 milljónir. Í dag eru 48 börn á þessum aldri en hvert barn á leikskóla kostar um 1 milljón. Því telur […]
Samherji ekki að fara veiða síld í Vestmannaeyjahöfn

Það fór að lokum ekki framhjá mörgum að í gær var 1. apríl en þá taka margir upp þann sið að gabba og plata náungann í þeirri viðleitni að fá þá til að hlaupa apríl. Eyjafréttir tóku þátt í gamninu og birtu frétt í gær þar sem greint var frá því að sjávarútvegsráðherra hefði úthlutað […]
Elías Fannar frá næstu þrjá mánuðina

Elías Fannar Stefnisson markmaður 2. flokks og meistaraflokks í knattspyrnu verður frá knattspyrnuiðkun næstu þrjá mánuðina. Elías Fannar meiddist á hné í síðasta leik ÍBV og í aðgerð á mánudag kom í ljós að liðþófi var rifinn og krossbönd illa tognuð. Elías Fannar er varamarkvörður ÍBV og ljóst að hann mun missa af stórum hluta […]
Tveir í haldi eftir rútubrunann

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær, grunaðir um að hafa kveikt í rútu við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja, voru í nótt úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna. Yfirheyrsla yfir mönnunum stóð yfir í allan gærdag en rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort mennirnir tengist áður óupplýstum íkveikjumálum í Eyjum. (meira…)
ndsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna

þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.” Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar” með […]
Tveir í haldi vegna gruns um íkveikju

Tveir ungir menn eru nú í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að þeir hafi kveikt í rútu við Tangagötu í nótt. Möguleg tengsl mannanna við aðrar íkveikjur í bænum verða rannsökuð, að sögn lögreglunnar. Tilkynning barst um eldinn um hálffjögurleytið í nótt. Rútunni hafði verið lagt skammt frá flugeldageymslu niðri við bryggju og […]
Pulsufjöltefli hjá Taflfélaginu

Í dag kl. 18 verða stórútgerðarmennirnir Beddi á Glófaxa, Óskar á Frá og Binni í Vinnslustöðinni með fjöltefli í Skákhúsinu við Heiðarveg. Þeir hafa sagt skyldu bjóða þeim sem vinna einhvern þeirra upp á beikonpylsu og kók að loknu tafli. (meira…)
�?tla að snúa stóra sviðinu

Sérstakur stýrihópur á vegum Vestmannaeyjabæjar og Þjóðhátíðarnefndar hefur ákveðið að snúa stóra sviðinu í Herjólfsdal, þannig að sviðið snúi meira til norðurs og að bak sviðsins verði í línu við tjörnina. Auk þess eru fleiri breytingar fyrirhugaðar á svæðinu. (meira…)
�?lafur Jóhann fékk Seljaprestakall

Valnefnd í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson verði skipaður prestur í Seljaprestakalli. Tveir umsækjendur voru um embættið. (meira…)