Sannleikurinn verði dreginn fram

Gerð verður ítarleg rannsókn á atburðunum sem leiddu til hruns bankanna, allur sannleikur verður dreginn fram, segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í Iðnó. Forsætis- og viðskiptaráðherra, boðuðu til blaðamannafundarins. Alþingi velji hverjir eigi að sitja í rannsóknarnefndinni. (meira…)

Sunnudagsbíltúr og sagnakaffi 19. október

Sunnudaginn 19. október kl. 15:00 – 16:00 verður áhugaverður fróðleikur um mannlíf og sagnir í Selvogi í boði Biskupsstofu. Umsjónaraðili: sjf menningarmiðlun. Sögustund verður í Veitingahúsinu T-bæ í Selvogi þar sem gestum gefst kostur á að kaupa kaffi og meðlæti auk þess að hlusta á fróðleik þeirra Jóhanns Davíðssonar, lögreglumanns og Þórarins Snorrasonar, bónda á […]

Engar breytingar í útibúi Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur engum starfsmanni í útibúi Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum verið sagt upp en bankinn tók til starfa undir nýju nafni í morgun. Í kjölfarið tilkynntu nýir stjórnendur bankans að fyrirhugað væri að um 100 starfsmönnum yrði sagt upp. Már Másson, upplýsingastjóri Glitnis staðfesti þetta í netpósti til blaðamanns vefsins nú síðdegis. (meira…)

Opna Ráðgjafatorg Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær, Sparisjóður Vestmannaeyja og Deloitte endurskoðun bjóða upp á fjármálaráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga og heimila næstu daga. Sérstök áhersla verður til dæmis lögð á endurfjármögnun lána, leiðir út úr erfiðri greiðslubyrði og leiðir til að mæta afleiðingum þrenginga á fjármálamarkaði. (meira…)

Ásgeir Sigurvinsson besti knattspyrnumaður Íslands

Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður Íslands. Þetta var tilkynnt í veislu sem stendur yfir á Laugardalsvelli í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar. Það var sjö manna dómnefnd sem fékk 70% vægi í kosningunni en opin atkvæðagreiðsla sem fram fór hér á Vísi fékk 30%. Fyrst í kvöld […]

Vinnuslys í áður kjötmjölsverksmiðju

Á föstudag varð vinnuslys í verksmiðju Förgunar í Flóahreppi, áður kjötmjölsverksmiðjan. Starfsmaður slasaðist á hendi þegar hleri féll á hann þegar hann var að losa um stíflu í snigli. Maðurinn mun ekki hafa slasast alvarlega en gert var að sárum hans á heilsugæslustöðinni á Selfossi (meira…)

Hoffell SU með Álsey VE í togi

Eins og greint var frá fyrr í dag varð uppsjávarskipið Álsey VE vélarvana í gær og var skipið á reki austur af Papey fram eftir degi. Ekki tókst að koma vélinni aftur í gang en Hoffell SU er nú með Álsey í togi og á leið til Vestmannaeyja. Áætlað er að skipin komi til hafnar […]

Jakob Ágúst Hjálmarsson og spjallar um engla

Í kvöld, þriðjudaginn 14. október kl. 20:00 kemur Jakob Ágúst Hjálmarsson og spjallar um engla. Englar leika stórt hlutverk í Jesú sögunni og léku mikið hlutverk í hugarheimi fyrri tíðar manna og við hugsum af og til til þeirra einnig. Tölum t.d. um verndarengla. Séra Jakob var Dómkirkjuprestur og lengi prestur á Ísafirði.Eftir erindi Jakobs […]

�?að stefnir í glæsilegt Verslunarmannaball í ár

Það stefnir allt í glæsilegt Verslunarmannaball en ballið verður haldið í Höllinni 1. nóvember næstkomandi. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu hér að neðan má búast við frábærri skemmtun enda mun leikkonan Helga Braga sjá um veislustjórn. Þá mun Jóhannes eftirherman einnig mæta með vinum sínum. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan. (meira…)

Bíða með leikmannasamninga

Eins og áður hefur komið fram voru nokkrir leikmenn karlaliðs ÍBV í knattspyrnu með lausa samninga fyrir næsta tímabil. Búið er að semja við úgönsku leikmennina Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba en enn er ósamið við Pétur Runólfsson, Bjarna Hólm Aðalsteinsson og fyrirliðann Matt Garner. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar segir deildina halda að sér höndum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.