Gunnar Heiðar tryggði Esbjerg fyrsta sigurinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var hetja Esbjerg í dag þegar liðið vann sinn fyrsta sigur dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á AGF. Stigin þrjú nægðu til að koma Esbjerg af botni deildarinnar, en liðið situr eftir sem áður í fallsæti með aðeins 6 stig eftir 9 leiki. (meira…)
RIFF myndir sýndar á Selfossi

Dagana 5.-7. október verða sýndar þrjár kvikmyndir frá Reykjavík International Film Festival í Sambíóunum á Selfossi. Myndirnar heita Afterschool, Up the Yangtze og Heavy Metal in Baghdad og voru þær valdar með það í huga að höfða til ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. Um Myndirnar: (meira…)
Guðbjörg seldi Glitnishlut korteri fyrir þjóðnýtingu

Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir seldi lungann úr 1,71% hluti sínum í Glitni á fimmtudaginn 25. eða föstudaginn 26. september korteri áður en bankinn var þjóðnýttur. Hún var sú eina af tuttugu stærstu hluthöfum bankans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem hefur verið helsti ráðgjafi Guðbjargar í viðskiptum á undanförnum árum, […]
A-sveit Eyjamanna leiðir 2. deildina

Fyrri umferð Íslandsmótsins í skák fór fram nú um helgina en A-sveit Taflfélags Vestmannaeyja leikur í 2. deild eftir að hafa fallið úr 1. deild síðasta vetur. Eyjamenn leiða 2. deildina þegar þremur umferðum af sjö er lokið en Eyjamenn hafa unnið allar sínar viðureignir, samtals með fjórum og hálfum vinningi gegn hálfum. Í dag […]
Sumarið 2008 með hlýrri sumrum

Samkvæmt yfirliti frá Veðurstofunni var sumarið (júní til september) mjög hagstætt um nær allt land. Það fór þó nokkuð hægt af stað við norðaustur- og austurströndina þar sem fremur kalt var í júní. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 11,0 stig. Ívið hlýrra var sumurin 2003, 1941 og 1939. Sumarið telst því hið fjórða hlýjasta í […]
Almenningi kennt að lifa af kreppu

Sláturgerð er komin í tísku aftur og má merkja metsölu á hráefni til sláturgerðar hjá söluaðilum. Ástæðan er væntanlega sú að nú þurfa heimili landsins að huga æ meira að matarreikningnum og finna leiðir til að lækka hann. Þar kemur slátrið sterkt inn enda hollur, góður og ekki síst ódýr matur. (meira…)
Segja nóg lausafé í Borgarnesi

Þótt ýmsar blikur séu á lofti í fjármálaheiminum og ekki mikið af lausafé í umferð var enginn skortur á því í Borgarnesi í gær þegar Sauðamessa hófst þar með fjárrekstri í gengum bæinn. Rekið var frá Dvalarheimili aldraðra, á móti Hyrnunni, eftir aðalgötunni að Skallagrímsgarði. Þar var búið að koma fyrir rétt og þangað sá […]
Mikið og gott “áhættufé” í Vestmannaeyjum

Fjárbændur úr Elliðaey fluttu fé sitt úr eynni og til heimalandsins nú í dag en Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari hitti á þá við bryggjuna í Eyjum. Fjárbændur voru ánægðir með heimtur úr Elliðaey og sögðu féð fallegt. Töluðu þeir um að hvergi væri jafn mikið af góð áhættufé” og í úteyjum Vestmannaeyja.” (meira…)
Eldur í Álsey VE

Nú fyrir skömmu var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út ad uppsjávarskipinu Àlsey VE sem liggur við bryggju hjá Skipalyftunni. Mikinn reyk lagði frá skipinu en starfsmenn Skipalyftunnar höfðu slökkt eldinn sjálfir og virðist lítið tjón hafa orðið á skipinu. (meira…)
Nýjar vörur í framleiðslu á Litla-Hrauni

Fangelsið Litla-Hrauni hefur hafið framleiðslu á tréborðum með áföstum bekkjum sem hægt er að hafa úti. Jafnframt er hafin framleiðsla á myllu, leiktæki úr tré, sem m.a. er hægt að hafa á útivistarsvæði leikskóla og grunnskóla. Þá eru framleiddar öskjur sem eru mjög hentugar til geymslu á pappír. Í fangelsinu er líka skrúfbútaframleiðsla og hleðslusteinar […]