Innbrot í sumarbústaði

Hrina innbrota í sumarbústaði hefur gengið yfir að undanförnu í Árnessýslu. Í síðustu viku var tilkynnt um sextán innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu. Í tilvikum var einhverju stolið en í sex var einungis farið inn og rótað en engu stolið. Flest innbrotin áttu sér stað í Grímsnesi og því næst í Bláskógabyggð. Í flestum tilfellum […]

Fíkniefni við girðinguna á Litla-Hrauni

Fíkniefnahundur fangelsisins á Litla-Hrauni fann í vikunni bakpoka utan girðingar fangelsisins. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi segir að í bakpokanum hafi fundist tveir litlir plastpokar með hvítu efni. „Við prófun kom í ljós að í öðrum pokanum hafi verið amfetamín en íblöndunarefni í hinum. Engin skýring er á tilurð bakpokans á þessum stað en […]

St. Ola hefur siglingar á morgun

Herjólfur er nú í sinni síðustu ferð í bili milli lands og Eyja en siglir inn í Þorlákshöfn um kvöldmatarleytið. Eftir það verður síðan haldið norður til Akureyrar en þar mun farþegaferjan fara í slipp og hefðbundið viðhald. Eistneska ferjan Saint Ola mun leysa Herjólf af hólmi á meðan slipptöku skipsins stendur en St. Ola […]

Shady Owens til Eyja á fimmtudaginn

Shady Owens er væntanleg til Eyja á fimmtudagsmorgun ásamt þeim Rúnari Júl og frú og Bjartmari handbremsuhippa. General og hljóðprufa verður í Höllinni á fimmtudag og verða allir listamenn stórtónleikanna komnir til Vestmannaeyja þá. Hippabandið mun sjá um undirleik hjá þeim Shady og Rúnari Júl og erum við tilbúin að stíga með þeim á svið […]

Enn stöðvar lögreglan ökumann grunaðan um að vera undir áhrifum eiturlyfja

Lögreglan hafði mörgum hnöppum að hneppa í vikunni sem leið en meðal þeirra mála sem upp komu eru líkamsárás, húsbrot, hótanir, árásir gagnvart lögreglu, fíkniefnamál ofl. Þá aðstoðaði lögreglan fólk til síns heima eftir skemmtanahald helgarinnar. Þá var nokkuð um stympingar á milli fólks á skemmtunum helgarinnar en engar kærur liggja fyrir. (meira…)

Besta lundaball frá upphafi

Á laugardaginn var haldið hið árlega Lundaball bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum. Ballið var haldið í Höllinni og hafa aldrei áður verið jafn margir í borðhaldi og skemmtun eða rúmlega 500 manns. Borðhald gekk hratt og örugglega fyrir sig, maturinn var frábær og skemmtiatriðin voru hver öðru betri. Helliseyingar sáu um ballið í ár og fullyrða að […]

Hefur ekki áhrif á starfsemi Glitnis í Vestmannaeyjum

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að hið opinbera hefur eignast 75% hlut í Glitni. Glitnir er annar tveggja bankastofnanna í Vestmannaeyjum og hefur um áratugaskeið rekið útibú á staðnum. Sigurður Friðriksson, viðskiptastjóri einstaklinga í útibúinu í Vestmannaeyjum, segir að þjónusta við viðskiptavini muni verða með óbreyttu sniði. Glitnir mun áfram leggja höfuðáherslu á […]

Loksins hraðahindrun á Túngötu

Nú eru hafnar framkvæmdir við gerð hraðahindrunar við Túngötu á Eyrarbakka en rúmt ár er síðan íbúar við götuna afhentu sveitarfélaginu undirskriftalista þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu a.m.k. tvær hraðahindranir á götunni. Sveitarstjórn Árborgar brást vel við og lofaði að koma þessu verki af stað svo fljótt sem verða má. Viðbragðsflýtir framkvæmdaraðila […]

Ferfalt meira af loðnuseiðum en í fyrra

Sjómenn, fuglaáhugamenn og útgerðarmenn fagna nú í sameiningu þeim niðurstöðum úr rannsóknaleilðangri Hafrannsóknastofnunar, að fjórum sinnum meira hafi mælst af loðnuseiðum í sumar en í fyrra. Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þetta geti leitt til stækkiandi loðnustofns á komandi árum, ef umhverfisaðstæður verða hagstæðar. (meira…)

Ný átöppunarverksmiðja gangsett á Hlíðarenda

Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial-vatnið í Þorlákshöfn, gangsetti á föstudag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan sem er 6.700 fermetrar að stærð mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljóna lítra á ári. Icelandic Glacial-vatnið hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir gæði sín og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.