Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að hið opinbera hefur eignast 75% hlut í Glitni. Glitnir er annar tveggja bankastofnanna í Vestmannaeyjum og hefur um áratugaskeið rekið útibú á staðnum. Sigurður Friðriksson, viðskiptastjóri einstaklinga í útibúinu í Vestmannaeyjum, segir að þjónusta við viðskiptavini muni verða með óbreyttu sniði. Glitnir mun áfram leggja höfuðáherslu á að veita góða og öfluga þjónustu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst