Selfoss-ÍBV kl 16.00 á laugardag.

Athyggli skal vakin á breyttum leiktíma á stórleik Selfyssinga gegn Eyjamönnum. Leikurinn verður laugardaginn 20. september kl 16.00. Allir eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á Selfoss liðinu í þessum mikilvæga leik. Von er á mörgum Vestmannaeyjingum, enda munu þeir taka á móti bikarnum fyrir sigur í 1. deild strax eftir leik. […]
Löggæsla leggist nánast af

Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að löggæsla muni nánast leggjast af í Árnessýslu um áramótin verði sex lögreglumönnum sagt upp á svæðinu eins og til stendur að gera, þar sem ekki fæst nægilegt fjármagn til að halda mönnunum í vinnu. Mikið álag er á lögreglumönnum á Selfossi, t.d sinnti aðeins einn maður á lögreglubíl […]
Vestmannaeyjaskipin með um þriðjung makrílaflans

Vestmannaeyjaskipin hafa veitt rösklega þriðjung af heildar makrílafla íslensku skipanna í sumar og haust. Alls nemur makrílafli allra íslensku skipanna liðlega eitt hundrað þúsund tonnum og þar af eru Vestmannaeyjaskipin með rúmlega 35 þúsund tonn. Stærstur hluti aflans hefur farið í bræðslu og mjög gott verð hefur verið fyrir mjöl og lýsi. Því má segja […]
Konukvöld í Höllinni 29. nóvember

Konukvöld Hallarinnar verður haldið þann 29. nóvember og muna allt verða gert vitlaust það kvöld. Búið er að bóka engan annan en Pál Óskar til að halda uppi stuðinu og Beggi og Pacas úr Hæðinni verða veislustjórar. Dagskráin er enn í mótun og munu þær Margrét Hildur hárgreiðslumeistari og Hjördís Elsa sjá um að gera […]
Karlakór Selfoss að hefja vetrarstarfið

Karlakór Selfoss verður með opið húsi í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á morgun fimmtudag 18. september kl. 20:00 Vetrarstarf kórsins verður kynnt og heimasíða kórsins formlega tekin í notkun. Nýir og gamlir félagar eru hjartanlega velkomnir og nú er stæði fyrir söngmenn í allar raddir.Nú er kjörið tækifæri til að kynna sér hið öfluga starf […]
Skjálfti seldur til Danmerkur

Fyrir skömmu var haldið opnunarhóf bjórsins Skælv í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, en bjórinn Skælv er sá sami og hinn íslenski Skjálfti frá Ölvisholti Brugghúsi. . Bjórinn er nú fáanlegur í Kaupmannahöfn, en í nóvember kemur svo á markað jólaöl frá Ölvisholti. (meira…)
Danskur kór á tónleikaferðalagi

KONCERTFORENINGENS Kor frá Kaupmannahöfn heldur tónleika í Skálholti, Akranesi, Reykholti og Reykjavík um helgina. Á dagskránni eru m.a. verk eftir tónskáldin Niels la Cour og Svend S. Schultz, Grieg og Báru Grímsdóttur. Kórinn mun syngja í Skálholti föstudaginn 19. september kl. 20, á Akranesi í Safnaðarheimilinu Vinaminni laugardaginn 20. september kl. 12 í Reykholtskirkju sama […]
�?rskurðaðar í varðhald vegna �?orlákshafnarárásar

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Selfossi að tvær konur, sem taldar eru tengjast alvarlegri líkamsárás í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Konurnar voru úrskurðaðar í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í gærkvöld úrskurðaði Héraðsdómur þrjá í varðhald vegna málsins, eina konu og tvo karla. Þau sitja einnig í haldi […]
Tveir í fangageymslum eftir þjófnað í Bónus

Tveir karlmenn sitja nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en þeir voru gripnir í dag við að stela varningi úr Bónusverslun í bænum. Mennirnir voru handteknir rétt fyrir klukkan 16 í dag en þýfið fannst í bifreið þeirra. Mennirnir eru báðir Litháar. (meira…)
Jafntefli í Reykjaneshöllinni

ÍBV gerði í kvöld jafntefli gegn Njarðvík en leikur liðanna fór fram í Reykjaneshöll. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Njarðvíkurvelli en slæmt veður olli því að leikurinn var fluttur inn á gervigrasvöllinn í Reykjanesbæ. ÍBV hlaut þar með fyrsta stigið sitt á gervigrasi í sumar. Lokatölur urðu 2:2 en Njarðvíkingar komust tvívegis yfir […]