Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um greiningu á húsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi komin

Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um greiningu á húsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í sveitarfélaginu Árborg var rædd ítarlega í bæjarstjórn 10. september sl. eftir að Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri hafið fylgt skýrslunni úr hlaði. Skýrsluhöfundum og öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku í greiningarvinnu vegna húsnæðis fyrir lista- og menningarstarf í Árborg var þakkað fyrir þeirra framlag. […]

Stærðarinnar bjarghnullungur féll úr Klifinu

Stærðarinnar bjarghnullungur féll úr Klifinu við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum um eittleytið. Bjargið, sem er rúmir ellefu rúmmetrar, skoppaði niður hlíð fjallsins og staðnæmdist aðeins um meter frá vegaslóða undir fjallinu. Sjónarvottur sem hafði samband við Eyjafréttir segir talsverðar drunur hafi heyrst þegar bjargið skoppaði niður hlíðina. (meira…)

Gönguferð á Kvígindisfell á vegum FÍ

Ferðafélag Íslands efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 21. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. (meira…)

Hópferð frá Reykjavík á leik Selfoss og ÍBV

Hópferð verður á leik Selfoss og ÍBV frá Reykjavík kl. 14:00 á planinu hjá Glæsibæ. Farið beint á 800 bar á Selfossi og hitað upp fyrir leikinn. Síðan skemmta menn sér vel á vellinum. Lagt á stað heim kl 19:00. (meira…)

Umsóknarfrestur vegna forstjórastöðu framlengdur

Umsóknarfrestur vegna forstjórastöðu hjá Landsvirkjun hefur verið framlengdur. Fyrri umsóknarfrestur rann út á föstudag en hefur verið framlegdur um tvær vikur. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir að mönnum hafi þótt umsóknarfresturinn of stuttur auk þess sem talað hafi verið um búið væri að ráðstafa stöðunni áður en hún var auglýst. (meira…)

Orgeltónleikar í Selfosskirkju í kvöld

Í kvöld riðjudaginn 16. september, spilar Guðmundur Sigurðsson, organisti í Hafnarfirði og formaður Félags íslenskra organista, orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude og Felix Mendelssohn-Bartholdy í Selfosskirkju. Tónleikarnir eru hluti af Septembertónleikaröð kirkjunnar og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið í kaffi og nammi á eftir. (meira…)

Alls voru 121 mál þessa vikuna á Hvolsvelli.

Í vikunni voru 31 teknir fyrir að aka of hratt, en sá sem hraðast ók var á 139 km hraða. Augljóslega hefur dregið úr hraða hjá mönnum. Frá áramótum hafa 1771 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæmi Hvolsvallarlögreglu. Lögreglan bendir á að alvarlegum slysum hefur fækkað mjög og vill þakka það […]

Vegur yfir Uxahryggi hagsmunamál

Góður vegur yfir Uxahryggi er eitt helsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á Suður- og Vesturlandi, að mati Steinars Berg, ferðaþjónustubónda í Fossatúni í Borgarfirði. Þá segir hann málið ekki síður snúast um öryggi vegfarenda. Leiðin yfir Uxahryggi, milli Borgarfjarðar og Þingvalla, um Lundarreykjadal, hefur verið notuð í meira en 1000 ár en þingmenn fóru þá leið frá […]

Réttardagur

Réttað var í Reykjaréttum laugardag 13. september í blautu en ágætlega hlýju veðri. Reykjaréttir eru fjárréttir Flóa-og Skeiðamanna og voru upphaflega byggðar árið 1881. Tilurð byggingar Reykjarétta var sú að hreppsnefnd Gnúpverjahrepps ákvað 1878 að meina Flóa- og Skeiðamönnum að leyfa fjársafni þeirra að liggja í Mástungnanesi nóttina fyrir réttir og bauð þess í stað […]

IKE til Íslands?

Fellibylurinn IKE sem svo mikinn óskunda hefur gert suður í Mexíkóflóa og Karabíahafi fer nú hraðbyri inn yfir Bandaríkin til norðausturs og nálgast nú landamæri Kanada og á morgun Nýfundnaland. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.