IKE til Íslands?

Fellibylurinn IKE sem svo mikinn óskunda hefur gert suður í Mexíkóflóa og Karabíahafi fer nú hraðbyri inn yfir Bandaríkin til norðausturs og nálgast nú landamæri Kanada og á morgun Nýfundnaland. (meira…)

Hópferð á leik ÍBV og Selfoss

ÍBV leikur sinn síðasta leik í 1. deildinni, að sinni a.m.k., næsta laugardag. Eftir leikinn verða sigurlaunin afhent. Hópferð er fyrirhuguð frá Eyjum á laugardaginn n.k. Rúta kemur í Herjólf að sækja mannskapinn og svo skutlað aftur í Herjólf eftir leik. (meira…)

Afritunarþjónusta hjá Tölvun

Undanfarið ár hefur Tölvun boðið fyrirtækjum og stofnunum upp á netafritun gagna. Fjölmörg fyrirtæki nýta sér þessa þjónustu sem felst í sjálfvirkri, daglegri afritun yfir internetið af öllum gögnum fyrirtækja. Fyllsta öryggis er gætt þar sem öll gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send á milli staða. (meira…)

Eru að gera það gott á Álandseyjum

Fimm manna sveit Eyjapeyja er nú stödd á Álandseyjum, þar sem þeir taka þátt í Norðurlandamóti barnaskólasveita. Þeir gerðu jafntefli við Dani í 1. umferð, töpuðu fyrir Finnlandi II en unnu hinsvegar Finnland I og gerðu síðan jafntefli við Svía. (meira…)

Námskrá í íslensku fyrir útlendinga

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út námskrá í íslensku fyrir útlendinga. Námskráin er ætluð fullorðnum einstaklingum af erlendum uppruna sem setjast að á Íslandi og þarfnast kennslu í grunnatriðum tungunnar. Náminu er ætlað að gera nemendur í stakk búna til þess að eiga samskipti við vinnufélaga og stjórnendur fyrirtækja, njóta góðs af þeirri samfélagsþjónustu sem í boði […]

Fyrirtæki í Hveragerði til fyrirmyndar í umgengni

Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þátt í umhverfisátaki sumarsins og má sjá stórkostlegar breytingar á sumum fyrirtækjalóðum víðsvegar um bæinn. Á sumum svæðum er umgengni þó verulega ábótavant og hefur þeim aðilum verið gert viðvart um aðgerðir. Mun bæjarfélagið sjá um að láta fjarlægja ýmislegt drasl á næstunni. (meira…)

Piltur skorinn í �?orlákshöfn

Piltur um tvítugt var skorinn illa á hálsi, höndum og eftir hluta líkamans í heimahúsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt. Að sögn lögreglu þurfti tugi spora til að loka sárum hans en hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Fimm Pólverjar voru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna málsins; bæði karlar og konur, öll um tvítugt. […]

Söfnuðu fyrir vin sinn í Holti

Fyrir skömmu héldu nokkrir drengir frá Stokkseyri og Eyrarbakka söfnunartónleika á 800 BAR á Selfossi og rann ágóðinn til húsráðenda í Holti í fyrrum Stokkseyrarhreppi. Alls söfnuðust 240.000 kr. og gáfu strákarnir þeim gjöfina í 500 króna seðlum sem þeir settu í dráttarvélakerru í blómaskreytingu. „Það kviknaði í húsinu að Holti og við vildum sýna […]

Veiði yfir þúsund laxa!

Sá ótrúlegi árangur hefur náðst í Skógá að áin er komin yfir þúsund laxa og er það að sjálfsögðu metveiði þar á bæ og mörg hundruð löxum fram yfir það met sem fyrir var. Förum ekkert út í það því við munum ekki hvað það var. En yfir þúsund laxar á 4 stangir er ekkert […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.