Mikilvægur leikur á morgun í handboltanum

Botnslagur er á laugardaginn þegar Eyjamenn leika á móti Aftureldingu hér í Eyjum. ÍBV er í neðsta sæti með ekkert stig en Afturelding er í sjötta sæti með 6 stig, hefur unnið 2 og gert 2 jafntefli. Afturelding er að spila vel um þessar mundir, hafa gert 2 jafntefli í síðustu 3 leikjum sínum. ÍBV […]
Vildarvinir á Suðurnesjum

Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var orðið lítið pláss fyrir Árna Mathiesen í Kraganum. Hann varð því að fara eitthvert annað. Í Suðurkjördæmi var fyrsta sætið laust eftir fráfall Árna R. Árnasonar á síðasta kjörtímabili, en stóra spurning var hvað ætlaði Árni Sigfússon að gera? Hann var ótvíræður leiðtogi Sjálfstæðismanna á Suðurnesjunum og […]
Leikskólahúsnæði verulega ábótavant

Minnihlutinn í sveitarstjórn Rangárþings eystra óskar eftir því að meirihluti sveitarstjórnar hraði verulega allri skipulags- og hönnunarvinnu fyrir nýjan leikskóla á Hvolsvelli. Þeir segja húsnæðismálum leikskólans Arkar á Hvolsvelli verulega ábótavant. Tvær deildir leikskólans séu í bráðabirgðahúsnæði sem sé ekki vænlegt fyrir börn. (meira…)
Staðsetning gestastofu ákveðin

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur lagt til að gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs verði reist á svæðinu sunnan Klausturvegar á Kirkjubæjarklaustri. Stjórn þjóðgarðsins óskaði eftir tillögu að staðsetningu vegna arkitektasamkeppni sem þeir vilja hleypa af stokkunum fljótlega. (meira…)
Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harðlega

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við fjölmörg atriði stjórnarfrumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Segja SA m.a., að Jafnréttisstofu sé í frumvarpinu veitt opin heimild til gagnasöfnunar og fyrirtæki geti af minnsta tilefni verið skylduð til að leggja fram mikið magn […]
Vélavarðanám í FÍV í síðasta sinn

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hyggst bjóða upp á nám vélavarða á vorönn 2008. Líklega verður þetta í síðasta sinn sem námið verður í boði í þessari mynd en framundan eru breytingar á námi vélstjóra og verða minnstu réttindin 750 kW en vélavörður hefur réttindi fyrir 375 kW. Enn vantar nokkrar skráningar til að hægt verði að […]
Eigandinn telur víst að eldur hafi verið borinn að húsinu

Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi Tangahússins telur nokkuð öruggt að kveikt hafi verið í húsinu í gær. Þetta sagði hann í samtali við blaðamann og bætti því við að fátt hefði getað komið eldinum af stað þar sem hann blossaði upp. Einn slökkviliðsmaður slasaðist eftir að slökkviliðið hafði náð tökum á eldinum og var hann fluttur […]
Enn einn bruninn í Vestmannaeyjum

Klukkan 15:33 fékk slökkvilið Vestmannaeyja tilkynningu um að eldur væri laus í Tangahúsinu við Tangagötu í Vestmannaeyjum. Mikinn reyk lagði frá húsinu og stóðu eldtungurnar upp úr þakinu þegar að var komið en í húsinu er m.a. rekinn veitingastaðurinn Kaffi Kró. Eldurinn var hins vegar í suðurhluta hússins en veitingastaðurinn er í norðurhluta. Suðurhluti hússins […]
�?ungir dómar

Það er erfitt að verja ÍBV liðið í handbolta. Árangur þeirra í síðustu leikjum er svo slakur að best er að stinga hausnum ofaní sandinn. Við vissum vel fyrirfram að þetta yrði erfiður vetur. Við komust upp í fyrra, en misstum marga helstu leikmenn okkar. Fórum af stað í þennan vetur með þunnskipaðan hóp. Við […]
Andri �?lafsson áfram hjá ÍBV

Þau gleðitíðindi berast nú úr herbúðum knattspyrnuliðs ÍBV að búið sé að semja við Andra Ólafsson, miðjumanninn sterka. Andri hefur látið hafa eftir sér í haust að honum langi að spila í úrvalsdeild en nú liggur fyrir að leikmaðurinn stefnir á að gera það með ÍBV sumarið 2009. Andri er annar leikmaðurinn sem skrifar undir […]