Alið á fordómum

Það er vandratað meðalhófið í fréttaflutningi og umfjöllum um það sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Það er gömul saga og ný. Rík er tilhneigingin að finna sökudólg og að gerða hann ábyrgan. Við það verða aðrir lausir við sök eða ábyrgð. Kannast ekki margir við frásögnina af innbrotinu, þjófnaðinum eða nauðguninni sem lauk með því […]
Trúi að heilagur andi vilji gera sig sýnilegan

Vera Björk Einarsdóttir situr í stjórn Aglow og var á fundinum sem Árný Heiðarsdóttir vitnar til í viðtali í Fréttum þar sem gull óx úr lófum hennar. „Hún sýndi mér þetta og ég sá glitra á eitthvað og hélt hún hefði komið við glimmer eða eitthvað slíkt því ég var mjög vantrúuð á þetta í […]
Sigurður fékk tveggja leikja bann

Sigurður Bragason, leikmaður og fyrirliði ÍBV hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Sigurður fékk að líta rauða spjaldið á 20. mínútu í leik gegn Haukum um síðustu helgi en þetta var í annað sinn í vetur sem fyrirliðinn fékk rauða spjaldið. Fyrir vikið missir hann af leiknum mikilvæga gegn Aftureldingu á […]
Albert Sævarsson til liðs við ÍBV

Samkvæmt áræðanlegum heimildum Eyjafrétta hefur verið samið við markvörðinn Albert Sævarsson um að leika með ÍBV næsta sumar. Albert, sem er 34 ára, hefur leikið síðustu tvö tímabil með Njarðvík en lék áður m.a. með B-68 í Færeyjum og með Grindavík í úrvalsdeildinni. Albert mun æfa með liðinu frá og með áramótum en samið er […]
Nýtt knattspyrnuráð tekið til starfa

Nýtt knattspyrnuráð hjá ÍBV hefur tekið til starfa hjá félaginu. Gamla ráðið hverfur í heilu lagi á braut en þeir sem við stjórnartaumunum taka eru: Bjarki Guðnason, Sigurður Smári Benónýsson, Magnús Steindórsson, Huginn Helgason, Sigurjón Birgisson, Jóhann Guðmundsson, Sigursveinn Þórðarson, Sigurður Ingi Ingason og Guðjón Hjörleifsson. (meira…)
Kjartan Lárusson verðlaunaður

(meira…)
Stefnumót við safneign

Stefnumót við safneign – listir, leikur og lærdómur, er heiti nýrrar sýningar í Listasafni Árnesinga sem opnar laugardaginn 24. nóvember nk. kl. 15. Á sýningunni eru valin verk úr eigu safnsins að mestu leyti úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona. Flest verkin eru unnin á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar og eru höfundar […]
Rauði barinn á laugardögum

Alla laugardaga fram að jólum verður lifandi tónlist í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Spilað verður frá klukkan 23:00 í kjallara hússins og Rauði barinn opinn. Selfyssingarnir Leifur og Maggi troða upp þessa helgina. (meira…)
Breyttist eitthvað?

Sá á eyjafréttum að búið væri að afhenda Elliða bæjarstjóra undirskriftalistann. Það voru 434 sem skrifuðu undir. Ég spyr mig hvort þetta muni eitthvað breyta afstöðu bæjaryfirvalda til málsins? Ég leyfi mér að efast um það. (meira…)
Eyjamenn kjöldregnir í Garðabæ

Stjarnan átti ekki í vandræðum með ÍBV úr Vestmannaeyjum í N1-deild karla í handknattleik í kvöld þar sem sem Garðbæingar skoruðu 44 mörk gegn 18 mörkum Eyjamanna. Gunnar I Jóhannsson, Guðmundur Guðmundsson, Heimir Örn Árnason og Jón Heiðar Gunnarsson skoruðu 5 mörk hver fyrir Stjörnuna en Zilvanas Grieze var atkvæðamestur í liði ÍBV með 7 […]