Jarðskjálftahrina við Selfoss

Yfir tuttugu jarðskjálftar urðu í grennd við Selfoss og Þorlákshöfn milli klukkan sex og sjö í kvöld. Skjálftarnir voru allir litlir en fundust þó sumir mjög greinilega enda upptök þeirra nálægt þéttbýli. (meira…)

Lélegt harpix og óhagstæðar vindáttir ástæðan fyrir lélegu gengi ÍBV

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV er í léttu spjalli á vefnum www.handbolti.is en ÍBV mætir einmitt Stjörnunni á útivelli í kvöld. Sigurður er m.a. spurður út í ástæðuna á slöku gengi ÍBV það sem af er vetrar og ekki stendur á svari. „Lélegt harpix og óhagstæðar vindáttir,“ svarar Sigurður en viðtalið má lesa hér að neðan. […]

Skrifað undir samning við SALM í dag

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli eigenda fyrirhugaðrar bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum og bruggverksmiðjunnar SALM í Austurríki. Það voru þeir Björgvin Þór Rúnarsson og Birgir Nielsen, forsvarsmenn verksmiðjunnar og Wellidte, einn af eigendum og forstjóri SALM í Austurríki sem skrifuðu undir samninginn. (meira…)

Ný rafiðnaðarverslun opnar

Fyrirtækið Ískraft opnaði um helgina rafiðnaðarverslun að Eyrarvegi 32 á Selfossi, undir sama þaki og Árvirkinn. Þar eru seld raflagnaefni í heildsölupakkningum, hentugar þeim sem starfa í iðninni eða eru að fást við stór verk, segir Jón Lúðvíksson rekstrarstjóri á Selfossi. (meira…)

Glódís og Silja sigruðu

Glódís Margrét Guðmundsdóttir, úr Þykkvabænum, og Silja Runólfsdóttir, frá Bolungavík, báru sigur úr bítum í Blítt og létt, söngkeppni nemendafélagsins Mímis á Laugarvatni. Í öðru sæti voru Regína Magnúsdóttir, Steinlaug Högnadóttir og Garðar Aron Guðbrandsson og í því þriðja rokkararnir Arnar Kári Guðjónsson og Hróðmar Sigurðsson. Alls voru flutt tólf atriði í keppninni í ár. […]

Kjálkabraut dreng með gáleysisakstri

Kona frá Selfossi var í Héraðsdómi dæmd til að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir gáleysislegan akstur sem leiddi til þess að hún ók á ungan dreng sem kjálkabrotnaði við áreksturinn. Akstur hennar þótti hins vegar ekki nógu vítaverður til að ástæða væri til að svipta hana ökuréttindum, eins og krafist var í […]

Meintur árásarmaður í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Suðurlands varð í dag við kröfu sýslumannsins á Selfossi að úrskurða karlmann, sem grunaður er um að hafa stungið mann með hníf við Hellisheiðarvirkjun um helgina, í vikulangt gæsluvarðhald, eða til nk. mánudags. (meira…)

Einn gisti fangageymslu

Frekar rólegt var hjá lögreglunni þessa viku. Skemmtanahald fór að mestu vel fram en þó gisti einn aðili fangageymslu þar sem hann hafði brotið rúðu á veitingastaðnum Lundanum með því að kasta í hana grjóti. Viðkomandi hljóp í burtu en dyraverðir á staðnum hlupu hann uppi og héldu þar til lögreglan kom og handtók hann. […]

Hraðahindranir eyðilagðar

Hraðahindrun í Biskupabúðum í Þorlákshöfn var eyðilögð af skemmdarvörgum um síðastliðinna helgi. Þetta er í annað sinn sem slíkt gerist í Þorlákshöfn með stuttu millibili en sú fyrsta var við Oddabraut. Hindranirnar samanstanda af nokkrum einingum, boltuðum niður í götuna. (meira…)

Kom færandi hendi á fæðingardeild Sjúkrahússins

Kiwanismenn heimsóttu Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í gærdag. Erindið var ekki vegna krankleika þeirra, heldur til að færa fæðingardeild stofnunarinnar búnað til meðferðar á gulu í nýfæddum börnum, svokallaðan blossamæli og ljósarúm. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.