Stórsveit Suðurlands ásamt Kristjönu og Guðlaugu

Næstu tónleikar Tóna við hafið verða miðvikudaginn 14. nóvember. Fram koma Stórsveit Suðurlands ásamt tveimur af bestu jazzsöngkonum landsins, þeim Kristjönu Stefánsdóttur og Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur. Stórsveit Suðurlands er fullskipuð stórsveit og var stofnuð árið 2006. (meira…)

�?rjátíu ára útibúsafmæli

Fólk úr viðskipta- og atvinnulífinu fjölmennti í afmælisveislu útibús Glitnis á Selfossi síðastliðinn föstudag. Þrjátíu ár eru liðin frá því bankaútibú var opnað að Austurvegi 38. (meira…)

Gott skref hjá bæjaryfirvöldum og Vinnslustöðinni

Fréttatilkynning bæjaryfirvalda og Vinnslustöðvarinnar um áhuga þeirra á að taka þátt í forvali vegna reksturs Bakkafjöruferju kom mér skemmtilega á óvart. Frábært ef sú yrði raunin að innanbæjarfyrirtæki tæki að sér reksturinn. Þetta er það sem þarf að gera. Berjast fyrir forræði yfir samgöngumálum okkar. (meira…)

Umfjöllun um nýju Biblíuþýðinguna

Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 18 mun Sr. Baldur Kristjánsson ræða um nýju Biblíuþýðinguna á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn (meira…)

Atli Gíslason þingmaður á fundi á Kaffi María á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 8.nóv. nk. kl. 20 heldur Vinstrihreyfingin- grænt framboð opinn fund á Kaffi María uppi. Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi mætir á fundinn og ræðir við fundargesti um landsmálin og áherslur Vinstri grænna á Alþingi. Flokkurinn lagði í byrjun þings í haust fram fjölda mála sem snerta nánast alla þætti þjóðlífsins og verður […]

Háskólinn á Bifröst opnar útibú í Vestmannaeyjum.

Háskólinn á Bifröst opnar í dag útibú Háskólans á Bifröst í Vestmannaeyjum og er útibúið vistað í húsnæði Visku Strandvegi 50. Tilgangur útibúsins er að veita Vestmannaeyingum upplýsingar um námsframboð Háskólans á Bifröst í styttri námsleiðum, frumgreinadeild, grunnnámi í háskóla, meistaranámi og á sviði símenntunar og endurmenntunar, bæði í staðnámi og fjarnámi auk annarra upplýsinga […]

Vestmannaeyjarbær og Vinnslustöðin vilja reka Bakkafjöruferju saman

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafa saman sótt um að taka þátt í lokuðu útboði fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Ríkiskaup auglýsti í síðasta mánuði eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugað útboðs en þar segir m.a. að ferjan skuli vera í eigu bjóðanda. Skilafrestur í forvalinu rann út í gær en í sameiginlegri fréttatilkynningu Vestamannaeyjabæjar […]

Netaþorskurinn dýrastur

Á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða RSF.iser borið er saman verð á þorski eftir veiðarfærum, fyrstu 10 mánuði ársins, og kemur í ljós að netaþorskurinn er dýrastur. Þetta er alveg óháð stærð, magni eða hvort fiskurinn er slægður.Meðalverð á öllum þorski var kr. 216,58. Meðalverð á netaþorski var kr. 252,8. (meira…)

Gaskútsþjófar á ferð

Lögreglan á Selfossi segir að á síðastliðinni viku hafi borist fjöldi tilkynninga um þjófnað á gaskútum. Í öllum tilvikum var farið inn í garða á Selfossi og kútunum stolið af gasgrillum. (meira…)

Bakkafjara og snurvoð

Ég var að tala við vin minn og þingmann okkar, Grétar Mar Jónsson. Sagði hann mér meðal annars frá ferð sinni og annarra þingmanna suðurkjördæmis í kjördæmaviku. Komu þeir meðal annars til eyja í síðustu viku, en stoppuðu stutt. Áttu þeir fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja, þar sem einungis var talað um kröfu útgerðarmanna í eyjum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.