Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafa saman sótt um að taka þátt í lokuðu útboði fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Ríkiskaup auglýsti í síðasta mánuði eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugað útboðs en þar segir m.a. að ferjan skuli vera í eigu bjóðanda. Skilafrestur í forvalinu rann út í gær en í sameiginlegri fréttatilkynningu Vestamannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar, sem má lesa hér að neðan, segir m.a. að hvor um sig sjái mikil sóknarfæri í rekstri ferju í Bakkafjöru.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst