Ég var að tala við vin minn og þingmann okkar, Grétar Mar Jónsson. Sagði hann mér meðal annars frá ferð sinni og annarra þingmanna suðurkjördæmis í kjördæmaviku. Komu þeir meðal annars til eyja í síðustu viku, en stoppuðu stutt. Áttu þeir fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja, þar sem einungis var talað um kröfu útgerðarmanna í eyjum um að fella niður veiðigjöld. Lítillega var minnst á Bakkafjöru og var greinilegt að bæjarstjórnin í eyjum hafði ekki áhuga á að ræða um Bakkafjöru.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst