Gert að greiða sekt í Noregi

Útgerð íslenska fiskiskipsins Kap VE hefur verið gert að greiða 135 þúsund norskar krónur í sekt og málskostnað fyrir að gefa ekki upp allan afla, sem var um borð í skipinu. Strandgæslan hafi afskipti af Kap utan við Lofoten í Noregi fyrr í vikunni. Norska blaðið Nordlys hefur eftir talsmanni norsku lögreglunnar að síldar- og […]

Alþjóðleg tónlistarveisla í Eyjum um helgina

Það verður sannkölluð tónlistarveisla í Vestmannaeyjum um helgina en bæði laugardag og sunnudag verða tónleikar með tónlistarmönnum sem hafa náð langt á alþjóða mælikvarða. Á laugardag, kl. 14.00 er tyrkneska stórsöngkonan Hanan EL Shemouty með tónleika í Vélasalnum. Á sunnudagskvöld eru svo stórtónleikar í Hvítasunnukirkjunni klukkan 20.00 en ekki klukkan 15.30 eins og áður var […]

Heita á stjórn og stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum að standa saman

Á fundi bæjarstjórnar í gær var fjallað um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja en Elliði Vignisson, bæjarstjóri var með framsögu um málið. Þar kom fram að lagt hafi verið fyrir fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stjórn Sparisjóðsins að verja sjóðinn fyrir yfirtöku annarra aðila. Elliði sagði að sporin hræði og benti á atburðarrásina í Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem stofnfjáreigendur […]

Vaktin komin út

41. tölublað Vaktarinnar er nú á leiðinni inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum en blaðið er einnig hægt að lesa hér á www.sudurland.is. Í blaðinu þessa vikuna ræðir Vilhelm G. Kristinsson við Grím Gíslason um fyrirtæki hans, Grím kokk. Þá er fjallað um skipalyftuna en rúmt ár er síðan lyftan eyðilagðist. Elliði Vignisson segist bæði […]

Afar mikilvæg að vilji heimamanna komi skýrt fram

Auglýsing Ríkiskaups um forval vegna Bakkafjöruútboðs hefur vakið talsverða athygli en auglýsingin birtist í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar er auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna lokaðs útboðs fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakka­fjöru. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist bæði fagna auglýsingunni og setja ýmis spurningamerki við fyrirhugað útboð. (meira…)

Ian Jeffs eini leikmaður ÍBV í liði ársins í 1. deild

Síðdegis í dag var lið ársins í 1. deild opinberað í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal en vefurinn Fótbolti.net stendur fyrir valinu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar sem völdu lið tímabilsins en Ian Jeffs er eini leikmaður ÍBV sem komst í ellefu manna byrjunarlið 1. deildar sumarið 2007. (meira…)

Vestmannaey seld til Argentínu

Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn hf. hefur selt togarann Vestmannaey sem hefur legið við bryggju síðustu misseri. Útgerðin fékk tvo nýja báta á árinu, Vestmannaey og Bergey og var gömlu Vestmannaey í kjölfarið lagt. Hið gamla aflaskip mun fá nýtt hlutverk við strendur Argentínu en það er spænskt útgerðarfyrirtæki sem keypti skipið. (meira…)

Samgöngurráðherra vill Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri velkominn í heimsókn hvenær sem er en ítrekaði jafnframt að hann hefði ávallt verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni og tók fram að til stæði að byggja hann upp svo að Iceland Express gæti fengið […]

Nýr þjóðgarðsvörður

Regína Hreinsdóttir landfræðingur hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Hún tekur við af Ragnari Kristjánssyni sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1999. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.