ÍBV mætir Afturelding2 í 32ja liða úrslitum

Nú rétt í þessu var dregið í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. ÍBV dróst gegn Aftureldingu2 sem fær heimaleik þar sem liðið er lægra skrifað en úrvalsdeildarlið ÍBV. 1. deildarlið Selfoss fær úrvalsdeildarlið Akureyri í heimsókn og Selfoss2 sækir Víking2 heim. Leikirnir fara fram 7. og 8. október. (meira…)

Slys á motocrossbrautinni

Á laugardag var lögregla kölluð að motocrossbrautinni á Nýja hrauninu en þar hafði orðið slys. Einn mótorhjólakappinn hafði fallið af hjólinu og meiðst á baki en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél til skoðunar. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru. (meira…)

Fjórir fengu gistingu hjá lögreglu um helgina

Töluverður erill var hjá lögreglunni í síðastliðinni viku og um helgina fengu fjórir að gista fangageymslur. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað í heimahúsi. Ósætti urðu milli tveggja íbúa hússins sem endaði með átökum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Þá var lögregla köllu að húsi […]

Gunnar Heiðar í liði vikunnar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Árni Gautur Arason eru báðir í „liði umferðarinnar hjá dagblaðinu Aftenposten vegna frammistöðu sinnar með Vålerenga gegn Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Gunnar Heiðar var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti eftir að hann kom til Óslóarliðsins sem lánsmaður frá Hannover í Þýskalandi og skoraði hann fyrra markið í […]

Héldu sæti sínu í B-riðli

8. flokkur karla lék um helgina í B-riðli Íslandsmótsins en þetta var fyrsta fjölliðamót vetrarins og fór það fram hér í Eyjum. Eyjapeyjar stóðu sig mjög vel, unnu tvo leiki en töpuðu tveimur og voru í raun óheppnir að vinna ekki í það minnsta annan tapleikinn. En markmiðið að halda sæti sínu í næst efsta […]

Glæsilegt sumarlokahóf hjá krökkunum

Á föstudaginn síðastliðinn var haldið glæsilegt sumarlokahóf hjá yngri flokkum ÍBV en hófið fór fram í íþróttamiðstöðinni. Margt skemmtilegt var gert en hápunkturinn var að sjálfsögðu verðlaunaafhendingarnar og má sjá nöfn þeirra sem hlutu viðurkenningar hér að neðan. Þá vakti þrautabraut þjálfara mikla kátínu hjá krökkunum en þar kepptu þjálfara sín á milli. Og auðvitað […]

Stal 200 tóbakskartonum

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi 26 ára Rangæing til að greiða 150 þúsund króna sekt, eða sitja í fangelsi í tólf daga, fyrir innbrotsþjófnað. Maðurinn braust inn í verslunina Landvegamót fyrir tveimur árum og stal þaðan 200 kartonum af tóbaki, að andvirði 89 þúsund króna. (meira…)

Laug að lögreglu

Átján ára Eyrbekkingur var í síðustu viku dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að aka sviptur ökuréttindum og villa á sér heimildum. Honum var gert að greiða 200 þúsund króna sekt eða sæta ella fangelsi í fjórtán daga. (meira…)

Tilboð opnuð vegna lengingar Litlagerðis

Tilboð í jarðvinnu og frágang á lögnum vegna lengingu Litlagerðis voru opnuð fimmtudaginn 27. september. Tvö tilboð bárust og eru þau eftirfarandi ásamt kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun 21.730.350 100.00%Gröfuþjónusta Brinks 22.011.957 101.30%Íslenska Gámafélagið 19.939.737 91.75% (meira…)

Við rannsókn bárust böndin að erlendum ríkisborgara

„Við rannsókn bárust böndin að erlendum ríkisborgara” 23. september sögðu fjölmiðlar sagt frá því að kona í Vestmannaeyjum hafi kært nauðgun til lögreglunar. Frásögnin hefur verið með sama sniði í þeim flestum, sem dæmi segir á Mbl.is: „Við rannsókn málsins bárust böndin að erlendum ríkisborgara og var hann handtekinn að kvöldi sama dags af lögreglunni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.