8. flokkur karla lék um helgina í B-riðli Íslandsmótsins en þetta var fyrsta fjölliðamót vetrarins og fór það fram hér í Eyjum. Eyjapeyjar stóðu sig mjög vel, unnu tvo leiki en töpuðu tveimur og voru í raun óheppnir að vinna ekki í það minnsta annan tapleikinn. En markmiðið að halda sæti sínu í næst efsta riðli Íslandsmótsins náðist og deginum ljósara að strákarnir eiga ágæta möguleika á að komast í A-riðil í vetur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst