Töluverður erill var hjá lögreglunni í síðastliðinni viku og um helgina fengu fjórir að gista fangageymslur. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað í heimahúsi. Ósætti urðu milli tveggja íbúa hússins sem endaði með átökum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Þá var lögregla köllu að húsi í austurbænum laust fyrir hádegi á laugardag en þar hafði útidyrahurð verið sparkað upp og skemmd.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst