Ný bensínstöð eftir 20 daga

Stöðin er í iðnaðarhverfinu í Vík, við �?jóðveg 1, og þar verða þrjár bensíndælur. Fyrir er í Vík sjálfsafgreiðsla N1 í Víkurskála og binda heimamenn vonir við að nýja stöðin muni lækka bensínverð til muna í þorpinu. Í Víkurskála kostar 95 oktana bensínlítri 123,9 krónur en algengt verð Orkunnar á landsbyggðinni er 118 krónur. (meira…)
Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra

Fram kemur á vefnum Stokkseyri.is, að ákvörðunin um að Róbert yrði aðstaðarmaður samgönguráðherra Kristjáns var handsöluð í bíl samgönguráðherra á Hellisheiðinni á leiðinni til fundarinns á Selfossi. Á fundinum lýsti Kristján miklum vilja til þess að ákvarðanir um að tvöfalda Suðurlandsveg um Hellisheiði yrðu forgangsmál. www.mbl.is greindi frá. (meira…)
Á samningi hjá Grími Gísla og Sigga Hall

Einar Björn hefur verið á samningi hjá Grími Gíslasyni matreiðslumeistara í fjögur ár en Grímur rekur eins og kunnugt er matvælafyrirtækið Grím kokk og Veisluþjónustu Gríms. �?Með vinnu hér í Eyjum hef ég stundað Hótel- og matvælaskólann sem er starfræktur í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi. �?g hef farið mikið á milli í vetur og […]
Fótfesta Framsóknarflokksins

�?að hefur margt verið skrafað um fylgistap Framsóknarflokksins og víst að ástæðurnar eru fjölmargar. Í nýafstöðnum kosningum lenti flokkurinn milli tveggja elda þar sem kjósendur voru ýmist að tjá með atkvæði sínu stuðning við áframhaldandi stjórn eða andstöðu við stjórnina. Í þeirri samkeppni hlaut Framsóknarflokkurinn að verða útundan enda reyndist hann eiga minna af óákveðna […]
Turnahugmyndir felldar

Torfi Áskelsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, segir að athugasemdir hafi fyrst og fremst beinst að því að byggingarnar væru of háar. Ennfremur hefði þurft að hækka sjóvarnargarð um tæpa tvo metra vegna kröfu Siglingastofnunnar. �?Svæðið verður skipulagt upp á nýtt með sérstökum forgangi á íbúðir eldri borgara,�? segir Torfi./eb (meira…)
Áheitaganga

Tilgangurinn var að safna fyrir björgunarfatnaði en krakkarnir stefna á landsmót unglingadeilda Landsbjargar sem fram fer í sumar og ætla þá að vera komin í nýja einkennisfatnaðinn. Gangan gekk vel og söfnuðust yfir 300 þúsund krónur. Að lokinni göngu var slegið upp veislu á Borg. (meira…)
Lúðvik Bergvinsson kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir þingkosningarnar á morgun kl. 14.00 (meira…)
Alcan fundaði með bæjaryfirvöldum

Rannveig sagði í samtali við R�?V að fundurinn hefði verið vel heppnaður en fyrirtækið væri að skoða hvaða möguleikar væru fyrir það í stöðunni eftir að íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík. (meira…)
Ekki kvennalið næsta vetur

Við teljum það og mikið álag á unglingaflokk og nýkrýnda Íslandsmeistara 4. flokks að þurfa að bera uppi meistaraflokkslið auk þess að spila með sínum flokkum. Ekki stendur heldur til að manna liðið eingöngu útlendingum. Við stöndum þó strax betur árinu seinna þar sem meistaraflokksleikmenn eru á heimleið og hinar yngri hafa safnað sér reynslu […]
Sóknarmaður úr Aftureldingu á leið til ÍBV

�?etta staðfesti Jóhann Jón Ísleifsson formaður meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu við Fótbolta.net í kvöld. Atli sem er 19 ára gamall var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 2. deild karla á síðustu leiktíð í vali fyrirliða og þjálfara sem Fótbolti.net stóð fyrir. Atli hefur verið lykilmaður í meistaraflokki Aftureldingar undanfarin fjögur ár en hann skoraði fimm mörk […]