TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]
Eyjafréttum dreift eftir hádegið

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útkomu Eyjafrétta. Mistök urðu hjá Póstinum í Reykjavík en þeirra maður í Eyjum, Erlingur Guðbjörnsson, brást hratt við og er blaðið nú á leiðinni í Landeyjahöfn. Gangi allt að óskum kemur blaðið með 13.15 ferðinni úr Landeyjahöfn og verður dreift milli 14.00 og 15.00. (meira…)
Eyjafréttum dreift í dag

„Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr […]
Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)
Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi. „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]
Þjóðhátíðarlagið frumflutt

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify. (meira…)
Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]
Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)
Siggi Braga framlengir

Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar sem segir að Siggi hafi sinnt starfinu undanfarin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf. „Við erum ánægð með að vera búin […]
16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]