Lions undirbýr sölu á Rauðu fjöðrinni

Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin”. Nú hafa Lionshreyfingin og Píeta-samtökin tekið höndum saman um átak til að efla starf samtakanna. Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. – 6 apríl 2025. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni. Lionsmenn í Eyjum undirbjuggu […]

Litla Mónakó: Dýrasta íbúðin í Vestmannaeyjum seld á tæpar 100 milljónir!

Þetta kemur m.a. fram í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem tileinkað er byggingamarkaðnum. Þar er fjallað um hækkandi íbúðaverð í Eyjum þar sem ný met hafa verið slegin. Það sem mér finnst einnig áhugavert í blaðinu er að þar er fjallað um aukna eftirspurn eftir íbúðum í Áshamri og Foldahrauni, en þar er nú byrjað að […]

Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi

Gul V 290325

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 30 mars kl. 14:00 og gildir til kl. 17:00. Suðaustan 13-20 m/s, hvassast við fjöll. Snjókoma og lélegt skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrenglsum. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. er þeim […]

Ingunn nýr framkvæmdastjóri SASS

SASS

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að ráða Ingunni Jónsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra SASS. Ráðningarferlið var leitt af fyrirtækinu Intellecta og var Ingunn metin hæfust til að gegna starfinu af 31 umsækjanda. Ingunn er í dag starfandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og mun hefja störf hjá SASS á næstu misserum. […]

Íbúafundur í dag

Eldhugar1

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]

Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]

Látum helvítin blæða

troll, DSC 7293

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við […]

Jóker-vinningur til Eyja

Eurojackpot Vel

Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot að þessu sinni en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæplega  74 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir  í Finnlandi, Slóvakíu, Króatíu, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni.  Þá voru tuttugu og fjórir með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut. Átján […]

Þrír sækja um embætti lögreglustjóra í Eyjum

logreglanIMG_2384

Í síðasta mánuði var embætti lög­reglu­stjór­ans í Vest­manna­eyj­um auglýst laust til um­sókn­ar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.” Í svari […]

Hafa lokið við dýpkun í bili

Alfs IMG 6384

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda. Bæjarstjóri fór jafnframt […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.