Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er […]
Nýbygging við Hamarsskóla í þarfagreiningu

Staðan á undirbúningi við nýbyggingu við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur enn að þarfagreiningu og undirbúningsvinnu áður en nýbyggingin fer í hönnunarferil. Stefnt er að því að ljúka forvinnunni í haust og í framhaldinu fer verkefnið í hönnunarferil. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir […]
Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV

Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því […]
Hólmfríður Árnadóttir leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Dagana 10.-12. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Suðurkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með […]
Á hverju ætlum við að lifa?

Á næstu 30 árum þurfum við að skapa um 60.000 ný störf. Það jafngildir 2.000 störfum á ári eða um 40 nýjum störfum í hverri einustu viku næstu 30 árin! Því liggur beinast við að spyrja sig: Á hverju ætlum við að byggja verðmætasköpun í samfélaginu í framtíðinni? Höfum samt hugfast að þrátt fyrir að […]
Átta verkefni af þrettán fá styrk

Umsóknir fyrir þrettán verkefni bárust í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla en umsóknarfrestur var til 28. febrúar sl. Frá þessu var greint á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Fræðsluráð hefur farið yfir og afgreitt umsóknirnar og fá átta verkefni styrk úr sjóðum í ár. Heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum er kr. 3.043.600 Umsóknum verður svarað […]
Rafrænu forvali VG lýkur í dag

Rafrænu forvali hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi lýkur klukkan 17.00 í dag. Á hádegi í gær höfðu 50% félaga á kjörskrá Vg í Suðurkjördæmi kosið. Þetta er annað forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Fyrsta forvalið var haldið í Norðausturkjördæmi og þá kusu 63%. Fimm frambjóðendur takast á um fyrsta sæti á lista í […]
Frumvarp um alþjóðlega skipaskrá í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til nýrra laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila inn umsögn er til og með 21. apríl nk. Markmiðið með frumvarpinu er að móta samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrir kaupskipaútgerð, stuðla að skráningu kaupskipa á […]
Níu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 29. maí nk. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kom saman í gær og fór yfir framboð sem bárust áður en framboðsfrestur rann út. Voru þau öll úrskurðuð gild. Um er að ræða 3 konur og 6 karla. Meðalaldur frambjóðenda er 47 ár. Í […]
Merkúr með nýtt lag og myndband

Strákarnir í Merkúr voru að gefa út fyrsta lagið af Nýrri plötu sem fer í loftið 14. maí. “Lagið heitir “Blind” og var það fyrsta lagið sem við sömdum eftir að hafa endurhugsað hljómsveitina. Eftir að við gáfum út fyrstu plötuna okkar “Apocalypse Rising” árið 2018 þá fengum við góðar móttökur en því meira sem […]