Páll Magnússon ætlar ekki fram

Páll Magnússon þingmaður greindi frá því á facebook síðu sinni nú fyrir skömmu að hann ætlar ekki að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði. “Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg – kemur innan frá. Oft þegar […]
Mikil aukning í fjárhagsaðstoð

Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. […]
Verkinu gæti verið lokið mánaðarmótin maí/júní

Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum fatlaðs fólks við Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum […]
Fengu styrk fyrir rafbílahleðslustöðvar

Umhverfis- og framkvæmdasvið fékk nýlega úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Frá þessu var greint á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Eftirtaldar umsóknir voru samþykktar: Hleðslustöðvar við Sundlaug 1,039 Mkr Hleðslustöðvar við Hamarsskóli 1,289 Mkr Hleðslustöðvar við Barnaskólinn við Skólaveg 715 þúsund kr. Hleðslustöðvar […]
Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd

Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]
Fjórar frá ÍBV í æfingahópi Arnars

Arnar Pétursson þjálfari A landslið kvenna hefur valið 21 manna æfingahóp vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni 2. – 19. desember nk. ÍBV á fjór Fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna […]
Gestastofa Sea Life Trust opin yfir páskana

Gestastofa Sea Life Trust verður opin yfir páskana sem hér segir: skírdag, föstudaginn langa, laugardag og annan í páskum, alla dagana frá tíu til fjögur. Safnið verður svo opið um helgar í apríl á laugardögum frá tíu til fjögur og sunnudögum eitt til fjögur. Litla Grá og Litla Hvít eru spenntar að taka á móti gestum aftur eftir langt hlé. (meira…)
Skrúfan verður inni í botni

Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær um er að ræða frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara. Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021. Vantar skriflegt samkomulag Eins og […]
Samkomulag um yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum verða boðin áframhaldandi störf og á sömu kjörum þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri heimilisins 1. maí næstkomandi. Starfsfólkið mun jafnframt halda áunnum réttindum sínum. Þetta er megininntak samkomulags sem heilbrigðisráðuneytið og Vestmannaeyjabær hafa gert með sér vegna yfirfærslunnar. Samkomulagið í heild sinni verður kynnt fyrir starfsfólki […]
Hvað getur menntakerfið lært af tölvuleikjageiranum?

Tryggvi Hjaltason hefur verið ötull talsmaður slæmra stöðu drengja innan menntakerfisins. Á Facebook síðu sinni í gær sett hann inn myndband þar sem hann viðrar nokkrar skemmtilegar pælingar um nálgun náms. „ Smá viðrun á nokkrum pælingum sem ég og fleiri höfum verið að glíma við undanfarið. Takk allir sem ég hef átt yndisleg og […]