Páll Magnússon þingmaður greindi frá því á facebook síðu sinni nú fyrir skömmu að hann ætlar ekki að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði.
“Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg – kemur innan frá. Oft þegar ég hef staðið frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum og áskorunum lýkur vangaveltunum bara með einni einfaldri spurningu: Langar mig nógu mikið til að gera þetta? Svarið að þessu sinni er nei. Ég stóð frammi fyrir nákvæmlega sömu spurningu fyrir tæpum 5 árum og þá var svarið já. En nú hefur áhuginn einfaldlega dofnað – neistinn kulnað,” segir Páll meðal annars í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kæru vinir og vandamenn!
Með þessari kuldalegu páskadagsmynd úr brimrótinu hér í Eyjum sendi ég ykkur bestu…
Posted by Páll Magnússon on Sunnudagur, 4. apríl 2021
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst