Umhverfis- og framkvæmdasvið fékk nýlega úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Frá þessu var greint á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni.
Eftirtaldar umsóknir voru samþykktar:
Hleðslustöðvar við Sundlaug 1,039 Mkr
Hleðslustöðvar við Hamarsskóli 1,289 Mkr
Hleðslustöðvar við Barnaskólinn við Skólaveg 715 þúsund kr.
Hleðslustöðvar við Félagsþjónustu Kirkjuveg 715 þúsund kr.
Hleðslustöðvar við Höfnina í Vestmannaeyjum 490 þúsund kr.
Hleðslustöð fyrir rafbíla við Elló Leikskóla (Kirkjugerði) 755 þúsund kr.
Hleðslustöðvar við Leikskólann Sóla 755 þúsund kr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst