Færeysk skytta til ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV og Dánjal Ragnarsson hafa komist að samkomulagi og hefur Dánjal skrifað undir 3 ára samning við félagið. Hann kemur því til félagsins í sumar og leikur með liðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili. Dánjal er fæddur árið 2001, er rétthent skytta og 194 cm á hæð. Hann kemur frá Færeyjum og er fæddur […]

Fuglar Vestmannaeyja

Lundi

Veistu hvert sjósvalan fer yfir vetrartímann? Langar þig að sjá hvað lundar gera í holunum sínum? Er ritan miskunnarlaust foreldri? Er fýllinn í sérstöku sambandi við Sednu, gyðju hafsins? Í stuttum fyrirlestri í streymi á netinu sjáum við umfjöllun um þessa og fleiri fugla og skoðum óviðjafnanlega líffræðilega fjölbreytni tegundanna í Eyjum. Fyrirlesari er Rodrigo […]

Lýsa áhyggjum af búnaði sem notaður er til dýpkunar

Bæjarstjóri fór yfir stöðu samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjórn sendi frá sér sameiginlega bókun um þessi mál: Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með að annan veturinn í röð skuli Landeyjahöfn vera opin enda skipta samgöngur í Landeyjahöfn íbúa, fyrirtæki og landsmenn alla miklu máli. Ánægjulegt er að sjá hvernig nýtt skip […]

Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi  VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]

Vosbúð nytjamarkaður gefur til HSU

20200522 153258

Vosbúð nytjamarkaður færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum nýverið peningagjöf að upphæð 150.000 kr. Peningunum mun verða varið í búnað fyrir stofnununa í Vestmanneyjum.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vosbúð gefur til stofnunarinnar og eru forsvarsmönnum nytjamarkaðarins færðar innilegustu þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr. Frá þessu er greint […]

Helgihald um páska fellur niður

Í ljósi nýrrar reglugerðar varðandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir, þá er ljóst að allt helgihald við Landakirkju mun falla niður á Pálmasunnudag og einnig í dymbilviku (skírdag og föstudaginn langa) og á Páskadag. Þetta kemur fram í frétt á vef Landakirkju, þar segir einnig: Munum að hlúa vel að hvert öðru á þessum veirutímum, taka einn […]

Tekist á um verklag við ráðningu hafnarstjóra

Ráðning í stöðu hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar H og E lista hófu umræðuna með tveimur bókunum. Þar kemur fram að staða hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar var auglýst laus til umsóknar í byrjun febrúar sl. fimm sóttu um starfið. Leitað var ráðgjafar Hagvangs við úrvinnslu og mat umsókna. Að mati á […]

Næstu bólusetningar gegn covid í Vestmannaeyjum

Enn er Covid veiran að sýkja einstaklinga og mikilvægt að fara varlega og halda uppi persónulegum sóttvörnum. Við höldum áfram að bólusetja og í næstu viku er áætlað að ljúka við fyrstu bólusetningu  árganga 1944,  1945 og 1946 og mun fólk í þeim árgöngum fá skilaboð – sms í næstu viku varðandi hvar á að […]

Austan stormur í kortunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá kl. 16 á morgun, laugardag. Búist er við austan 20-28 m/s með mjög snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast austantil á svæðinu. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu og skafrenningi með lélegu skyggni og hættulegum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður. (meira…)

Heilsa og hamingja heimilisfólks og starfsfólks lykilatriði

Í þó nokkuð langað tíma hefur verið ákveðin óvissa um rekstur Hraunbúða.  Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær rekið Hraunbúðir samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, en hefur á sama tíma staðið í einhverskonar samningaviðræðum vegna þess að samningsupphæð sem greidd hefur verið í gegnum samninginn til rekstursins hefur ekki dugað til.  Því hefur Vestmannaeyjabær, í stað þess […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.