Ómetanlegir bakhjarlar

“Við eigum hollvinasamtökum Hraunbúða mikið að þakka en þau eru okkur ómetanlegir bakhjarlar,” á þessum orðum hefst frétt á vef Vestmannaeyjabæjar sem skrifuð er í nafni starfsfólks Hraunbúða. En samtökin í samstarfi við Hafdísi Kristjáns bjóða upp á jógatíma einu sinni í viku á Hraunbúðum. Þau hafa einnig komið að krafti inn í félagsstarfið og […]
Eyjarnar landa annan hvern dag

„Nú er stuð á þessu. Vestmannaey og Bergey hafa landað fullfermi annan hvern dag að undanförnu. Þær hafa landað fjórum sinnum undanfarna viku og eru að landa í dag. Þetta gerist vart betra og nú er hægt að tala um alvöru vertíð,“ segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Bergey kom til löndunar í morgun […]
Leggja ríka áherslu á að kerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar

Fræðsluráð fundaði í síðustu viku til umræðu voru meðal annars samræmd próf í 9. bekk. Í íslenskuprófinu, sem var þann 8. mars sl., komu upp tæknileg vandamál í mörgum skólum sem gerðu það að verkum að margir nemendur misstu tengingu við prófið og þurftu að endurræsa og fara aftur inn. Í GRV náði tæplega 1/3 […]
Sveitarfélög móta markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í síðustu viku um bréf Jafnréttisstofu, dags. 2. mars sl., um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Í desember 2020 samþykkti Alþingi tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Nýju lögin eru annars vegar lög […]
Strákarnir mæta Þórsurum klukkan 15:00

Strákarnir fá Þór frá Akureyri í heimsókn í dag í Olís-deild karla! Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV á Youtube. Eins og áður eru ákveðnar reglur sem HSÍ og Almannavarnir hafa gefið út og þeim þarf að fylgja í einu og öllu: • Grímuskylda er á leiknum, en þó […]
Flestir velja sumarfrí í ágúst

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna hafa valið tvær sumarleyfisvikur fyrir börn sín til viðbótar við sumarlokun sem verður 12.-30. júlí. Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, fór yfir hvernig val foreldra á sumarleyfisvikum dreifist í kringum sumarlokunina. Foreldrar gátu valið sumarleyfisvikur með rafrænum hætti og bárust skráningar fyrir […]
Ellefu umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla

Umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2021 voru lagðar fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í vikunni. Þetta er í annað skiptið sem Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn og bárust ellefu umsóknir að þessu sinni. Ráðið þakkar kynninguna og skipar aðalmenn (varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna) ásamt framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa til að […]
Nýtt götukort af Vestmannaeyjum tekið í notkun

Í gær afhendi ferðamálasamtökin í Vestmananeyjum Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrsta einstak af nýju götukorti af eyjunni. Kortið er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni og eiginkona hans Nína Ivanova sá um umbrotið. Kortið er afar nákvæmt og eins og má sjá að þá er mikil teiknivinna á bakvið það. Hvert eitt og einasta hús er teiknað […]
Þrjár stúlkur úr GRV meðal vinningshafa teiknisamkeppni MS

Þátttökumet var slegið í árlegri teiknisamkeppni MS meðal 4. bekkinga í ár. Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og voru þar á meðal […]
Málstofa um eldgosin í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs áttu fund með Þorsteini Sæmundssyni, formanni Jarðfræðafélags Íslands, sem lýst hefur áhuga á því að skipuleggja málstofu í tengslum við að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey og 60 ár eru liðin frá Surtseyjargosinu. Þorsteinn vildi kanna áhuga Vestmannaeyjabæjar á að halda slíka málstofu 2023 í samstarfi […]