Strákarnir fá Þór frá Akureyri í heimsókn í dag í Olís-deild karla! Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBV TV á Youtube.
Eins og áður eru ákveðnar reglur sem HSÍ og Almannavarnir hafa gefið út og þeim þarf að fylgja í einu og öllu:
• Grímuskylda er á leiknum, en þó eru börn á grunnskólaaldri og yngri undanskilin frá þeirri reglu
• Allir gestir eru skráðir með nafni, kennitölu, símanúmeri og sætisnúmeri
• Númerum hefur verið dreift á sæti með ákveðnu millibili um stúkuna og aðeins skal sitja í sínu merkta sæti.
• Allir áhorfendur skulu vera sitjandi, ekki er leyfilegt að standa.
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leiknum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun
Það hefur verið flott mæting á leikina hérna í Eyjum undanfarið og góð stemning. Við treystum á ykkar stuðning kæru stuðningsmenn!
Sjáumst hress og kát í dag!
ÁFRAM ÍBV
Alltaf, alls staðar!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst