Fundað um innanlandsflug í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla var haldinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. mars. Þann sama dag funduðu Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og stjórn félagsins, þau Matthías Imsland stjórnarformaður og meðstjórnendur Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Eva Pandora Baldursdóttir, með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, bæjarstjórn og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn einnig. […]

Krefjumst þess að hætt verði við uppsagnir á hjúkrunarheimilum

Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ. Það er aumur fyrirsláttur hjá ríkinu að það sé nauðsynlegt vegna yfirfærslu rekstarins frá sveitarfélögum til ríkisins og hrein svik á því sem stéttarfélögum starfsmanna hefur verið gefið til kynna. Það eru algerlega forkastanleg vinnubrögð hjá Heilbrigðisráðuneytinu að krefjast þess að allt að […]

Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri: Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því […]

Jólasveinar í sérflokki kveðja Vinnslustöðina

Þegar starfsmenn Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar komu til vinnu núna að morgni föstudags 12. mars gátu þeir ekki reiknað með að ganga að nýuppáhelltu kaffi vísu eins og venjulega. Uppáhellarinn kvaddi nefnilega vinnustaðinn sinna til áratuga í gærkvöld og snýr sér að golfi og fleiru í fullu eftirlaunastarfi. Óskar Valtýsson hefur jafnan farið á kreik heima um […]

Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í  máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]

Hafna skilningi heilbrigðisráðuneytisins

Bæjarráð ræddi stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fundi sínum í gær. Samkvæmt fundi með heilbrigðisráðuneytinu og bréfi dags. 3. mars sl., sem Vestmannaeyjabær svaraði þann 5. mars sl., og bréfi heilbrigðisráðuneytisins dags. 10. mars sl., ber Vestmannaeyjabæ að segja upp öllu starfsfólki Hraunbúða áður en til yfirfærslunnar kemur og vísar ráðuneytið […]

Vaðandi loðna undir Látrabjargi

Hinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Þarna óð loðnan,” segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, […]

Samræmdum könnunarprófum aflýst

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem ráðgert var að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Þessi ákvörðun byggir fyrst og fremst á hagsmunum nemenda og sjónarmiðum skólasamfélagsins. Annmarkar voru á rafrænni fyrirlögn prófs í íslensku hinn 8. mars og var […]

Athugasemd við yfirlýsingu tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili

Bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar sendu í dag frá sér yfirlýsingu varðandi rekstur hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum. Í tilkynningunni koma fram rangfærslur sem heilbrigðisráðuneytið leiðréttir hér með. Eins og komið hefur fram í tilkynningum frá ráðuneytinu sögðu þessi sveitarfélög upp samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur hjúkrunarheimila og var í kjölfarið ákveðið að heilbrigðisstofnanir í […]

Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjögur sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að greiða mörg hundruð milljóna króna með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila, starfsemi sem er á ábyrgð ríkisins að fjármagna. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Umrædd sveitarfélög eru öll með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.