Sunnudagurinn í Landakirkju

Landakirkja færist yfir á vetrartímann núna á sunnudag og þar með hefst sunnudagaskóli vetrarins og starfsemi æskulýðsfélagsins. Þá færist guðsþjónustan til kl. 14. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og verður sem fyrr í kirkjunni. Líkt og alltaf í sunnudagaskólanum verður leikið, dansað, sungið, verið með gamanmál, frætt og spilað á gítar. Í raun má segja að […]
Sorpbrennsla í kynningu

Alta fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Sorpbrennslustöð í Vestmannaeyjum. Undirbúningur að framkvæmdinni hefur staðið yfir í nokkur ár. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér . Gögnin eru einnig aðgengileg á bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu vera skriflegar og […]
Beiðni um einstefnu hafnað

Tekið var fyrir frestað mál frá fundi nr. 330 á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni þar sem lagður var fram undirskriftarlisti íbúa við Heimagötu þar sem óskað er eftir að Heimagata verði gerð að einstefnugötu. En fyrir lá tillaga umferðarhóps dagsett 24.8.2020. Ráðið getur að svo stöddu ekki orðið við beiðni um að […]
Sunnudagaskólinn í gang á sunnudag

Það er létt yfir í Landakirkju þessa dagana en starfið á haustönn hefur göngu sína á sunnudag. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11:00 með pompi, prakt, gítarspili, söng og gleði og samfara því færist sunnudagsmessan til kl. 14:00. Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður á sínum stað undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa og leiðtoga kl. 20:00 og lofað […]
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý afhent

Hin árlegu Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý voru afhent nú á dögunu. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Afhending verðlaunanna var með breyttum hætti þetta árið þar sem verðlaunahafar voru sóttir heim. Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar í ár: Fallegasti garðurinn: […]
Ríkisábyrgð á Icelandair

Fjárlaganefnd Alþingis fjallar nú um ríkisábyrgð til handa Icelandair Group upp á 15 milljarða króna vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við veirufaraldurinn. Málið kemur til afgreiðslu á Alþingi í þessari viku. Árið 2020 er versta ár í sögu flugrekstrar í heiminum. Telja má afrek að félagið hafi staðið af sér þá storma sem hafa geisað […]
Deiliskipulag við Græðisbraut samþykkt

Umdeilt deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni en um er að ræða frestað mál frá fundi nr. 328. Tillaga deiliskipulags á athafnasvæði AT-1 var lögð fram að lokinni auglýsingu. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum […]
Flugfélagið Ernir hættir flugi til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja sökum lítillar eftirspurnar og ótryggra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér rétt í þessu. Telja stjórnendur félagsins ekki ráðlagt að halda inn í veturinn að óbreyttu. Félagið er í stakk búið til að hefja flug aftur til Eyja án […]
Telja ríkið ekki standa við þjónustusamning

Bæjarráð kom saman í dag til þess að ræða stöðuna hjá Herjólfi ohf., eftir ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins um uppsagnir á starfsfólki til þess að ráðast í endurskipulagningu félagsins. Framlög 200 milljónum lægri Þann 17. ágúst sl. átti bæjarráð fund með samgönguráðherra og vegamálastjóra til að fara yfir alvarlega fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. Á fundinum […]
Sigursælir langhlauparar keppa í Eyjum

Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í […]