Hin árlegu Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý voru afhent nú á dögunu.
Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Afhending verðlaunanna var með breyttum hætti þetta árið þar sem verðlaunahafar voru sóttir heim.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar í ár:
Fallegasti garðurinn: Illugagata 33, eigendur Elías Friðriksson og Kolbrún Kristjánsdóttir. Garðurinn á Illugagötu 33 er einstaklega snyrtilegur og hefur að prýða fjölbreyttar tegundir trjáa og litríkra blóma. Þar á meðal eru plöntur sem ekki hafa áður verið gróðursettar í Vestmannaeyjum og sem vaxa á fáum öðrum stöðum á Íslandi. Garðurinn ber með sér sannan áhuga á plöntum og græna fingur.
Fyrirmyndar endurbætur: Búhamar 1, eigendur Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Rikharðsson. Endurbæturnar á Búhamri 1. þykja með eindæmum vel heppnaðar. Útlit hússins er í nútímalegum stíl en þar er notað báruál til að klæða húsið. Garðurinn er vel frá gengin með hellum og viðarlögðum pöllum umhverfis húsið. Auk þess prýðir garðurinn upplýst fjörugrjót til norðvesturs.
Snyrtilegasta fyrirtækið: Pósturinn – Íslandspóstur – Ingimar Sveinn Andrésson stöðvarstjóri tók á móti viðurkenningu. Húsnæði póstsins hefur á síðustu árum verið gert snyrtilegt með því að klæða að utan og helluleggja bílastæði sem snúa að Strandvegi. Nú í sumar prýddi bílastæðið litríkum sumarblómum. Auk þess má geta að pósturinn hefur not af rafknúnum bíl til dreifingar.
Snyrtilegasta gatan: Skólavegur – Birgir Sveinsson og Ólöf Jóhannsdóttir tóku á móti viðurkenningu fyrir hönd íbúa Skólavegs. Skólavegur liggur á einum elsta bæjarhluta Vestmannaeyja. Mörg hús þar eru gömul og hafa tekið mörgum myndum í gegnum árin. Fjölmörg hús við Skólaveg hafa verið gerð upp síðustu ár og þykir gatan líta vel út. Þar að auki hefur Eiríkur Ómar Sæland garðyrkjufræðingur Vestmannaeyjabæjar lagt blómabeð bæði neðst á veginum og við Barnaskóla.
Snyrtilegasta eignin: Þorlaugagerði eystri, eigendur Garðar Arason og Ingibjörg Jónsdóttir. Síðustu ár hafa staðið yfir endurbætur við Þorlaugargerði. Húsið er uppgert í samræmi við upprunalegan stíl og er nú einstaklega fallegt og snyrtilegt að utan. Auk þess er garðurinn við Þorlaugargerði einstaklega fagur og fellur vel að landslagi gamals hrauns sem er á lóðinni. Endurbæturnar og garðurinn þykja merki um einstakan metnað íbúa til að fegra umhverfi sitt.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst