Fylgst er vel með félagslegum- og fjárhagslegum áhrifum vegna kórónuveirunnar

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni gerði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs grein fyrir stöðu og viðbrögðum vegna COVID-19 á helstu stofnunum sem heyra undir ráðið. Ljóst er að miðað við stöðuna í dag búum við enn við hættu vegna kórónuveirunnar og mikilvægt að gætt sé vel að öllum smitvörnum og öllum fyrirmælum fylgt eftir. […]
Að skipta út mönnum í miðri á er að reynast dýrkeypt

Óleyst mál varðandi háar greiðslur frá ríkinu Strax eftir síðustu kosningar lá mikið á hjá H-listanum að skipta út þáverandi formanni og varaformanni stjórnar Herjólfs ohf. sem var þá út í miðri á, að ná samkomulagi við ríkið um greiðslur vegna svokallaðrar öryggismönnunar skipsins, ferjuvísitölu og notkunar á gamla Herjólfi þann tíma sem nýja ferjan […]
Rúmlega 2000 pysjur skráðar

Það hefur verið nóg að gera hjá áhugafólki um lundapysjur miðað við skráningar á Lundi.is en pysjueftirlitið í ár er eingöngu rafrænt. Skráningar fóru rétt í þessu yfir 2000 stykki. Fjöldi skráðra pysja fór yfir 2000 þann 4. September á síðasta ári sem var met ár í eftirlitinu. Það er því ljóst að pysjan er […]
Þóranna Halldórsdóttir ráðin forstöðumaður Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöðvar

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Þórönnu Halldórsdóttur í starf forstöðumanns Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Þóranna lauk MPM námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2010, BA gráðu í táknmálsfræði/táknmálstúlkun frá sama skóla árið 2007 og B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2003. Þóranna starfaði síðast sem ráðgjafi hjá VIRK. Áður vann hún um tíma […]
Páll Magnússon sakaður um dónaskap

Jón Sveinsson þjálfari Fram var svekktur í lok leiks ÍBV og Fram á Hásteinsvelli í gærkvöldi þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi eftir að Róbert Aron Eysteinsson skoraði frábært mark í uppbótartíma leiksins. Viðtal við Jón sem birtist á vefnum fotbolti.net hefur vakið athygli en þar segir hann Pál Magnússon, alþingismann, hafa verið […]
ÍBV áfram í bikarnum á ævintýralegan hátt (myndir)

ÍBV er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Fram á Hásteinsvelli í kvöld. Óhætt er að segja að sigur ÍBV hafi ekki getað staðið tæpar en í kvöld. Gestirnir í Fram byrjuðu betur og komust yfir eftir 20 mínútna leik með marki Fred Saraiva. Þannig stóð í hálfleik Eyþór Daði Kjartansson jafnaði svo […]
Alvarleg líkamsárás í nótt

Síðast liðna nótt var framin alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum en ráðist var á mann á fertugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Ráðist var á manninn með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka í árásinni. Sá er ráðist var á kannaðist ekki við árásarmanninn og sagði hann hafa verið með andlitið […]
Landgangurinn brátt tekinn í gagnið

Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hefur ekki verið í notkun um nokkurt skeið og hafa farþegar þurft að ganga um borð á ekjubrú skipsins. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs OHF í samtali við Eyjafréttir að þetta stæði allt til bóta. “Nú hefur landgöngubrúin verið sett upp en það á eftir að ganga betur frá henni […]
Við erum reynslunni ríkari og tilbúin í nýtt skólaár

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag skólasetning verður með öðrum hætti í ár og mæta nemendur án foreldra/forráðamanna til setningar. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri segir að tilhlökkun leyni sér ekki í skólanum. „Við erum farin að hlakka til að hefja skólahald á ný og að hitta nemendur. Starfsfólk skólans stóð sig virkilega vel síðasta vor […]
Eitt nýtt smit í Eyjum

Einn einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 en viðkomandi var í sóttkví og er nátengdur aðilum sem áður höfðu greinst. Er því ekki um svokallað nýtt smit að ræða. Samtals eru fjórir einstaklingar í einangrun og hafa þrír náð bata. Einn einstaklingur er í sóttkví en 79 hafa lokið sóttkví. […]