Styrktartónleikar á laugardagskvöldið

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Svövu Kristínar Grétarsdóttur um leyfi til að halda styrktartónleika á bílastæði bakvið húsið við Strandveg 50, þann 1. ágúst nk., frá kl. 23:00 til kl. 03:30 þann 2. ágúst nk. Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með […]
Sæstrengurinn kominn á tíma

Lögð var fyrir bæjarráð í gær til upplýsingar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir árin 2020-2029. Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útbúa umsögn sem byggð er á umræðum bæjarráðs um málið á þá leið að Landsnet flýti áformum sínum þannig að Vestmannaeyjar komist í N-1 afhendingu á raforku. Það verði gert […]
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út þrátt fyrir enga Þjóðhátíð

Í aðdragana Þjóðhátíðar er útgáfa Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja fastur liður, en blaðið hefur komið út í rúmlega 80 ár. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið slegin af í ár vegna samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19 kom ekki annað til greina hjá ÍBV-íþróttafélagi en að gefa blaðið út. Ritstjóri blaðsins í ár er Eyjapeyinn Skapti Örn Ólafsson, […]
Ólafur Helgi Kjartansson til Eyja?

Ólafur Helgi Kjartansson hefur skamman frest til að ákveða hvort hann fellst á þá ákvörðun dómsmálaráðherra að flytjast til Vestmannaeyja og taka við embætti lögreglustjóra þar. Þetta kemur fram í frétt á vef fréttablaðsins. Ráðherra hefur þegar beðið Ólaf Helga að setjast í helgan stein, án árangurs, en nú hefur hún ákveðið að færa hann […]
240 ára afmæli Landakirkju

Á þessu ári eru liðin 240 ár frá því byggingu Landakirkju var lokið. Kirkjan var byggð 1774-1780 en þá voru íbúar í Eyjum innan við 300 talsins. Tvær meiriháttar breytingar hafa verðið gerðar á kirkjunni á þessum 240 árum. Í tíð von Kohls sýslumannas (1853-1860) var byggður tréturn á kirkjuna predikunarstóll sem stóð sunnanmegin var […]
Viðbraðsaðilar funduðu vegna verslunarmannahelgar

Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgar. Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður […]
Helliseyingar minntust Páls

Í gær fóru nokkrir vaskir Helliseyingar með skjöld til minningar um Pál Steingrímsson kvikmyndargerðamann út í eyna. Skjöldurinn var festur á klöpp við kofann, Lundaholuna. Palli eins og hann var jafnan kallaður hefði orðið 90 ára í gær. Hellisey var Palla alla tíð kær en hluta ösku hans var dreift á eyjunni. Um skemmtilega athöfn […]
Mjaldrarnir hafa náð heilsu og undirbúa flutning

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít hafa lokið meðferð við bakteríu sýkingu í maga og hafa náð heilsu á ný. Flutningi dýranna var þá frestað en sýkingin uppgötvaðist um mánaðamótin í undirbúningi fyrir flutning hvalanna út í Klettsvík. Undirbúningur fyrir flutning er nú kominn í fullan gang aftur og er þjóðhátíðarhelgin því sú síðasta sem […]
Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð

„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: … þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni […]
Skemmdarverk unnin á golfvellinum

Leiðinleg sjón blasti við starfsmönnum á Golfvellinum í Vestmannaeyjum þegar þeir mættu til vinnu í morgunn. Unnin höfðu verið skemmdarverk á flöt 14. Holu vallarins. „Þetta eru djúp og ljót sár og á eftir að taka langan tíma að laga þetta,“ sagði Rúnar Gauti Gunnarsson vallarstarfsmaður í samtali við Eyjafréttir. Talið er að skemmdarverkið hafi […]