Mjaldrarnir fara út í Klettsvík í næstu viku

Mjaldrarnir Litla hvít og Litla Grá verða fluttar út í Klettsvík í næstu viku. Nánari dagsetning verður kynnt síðar. Verið er að ganga frá síðustu lausu endunum um ferðatilhögun dýralækna og annara sérfræðinga sem koma að flutningnum. Audrey Padgett forstöðumaður hjá Sea life trust í Vestmannaeyjum segist þakklát fyrir þann stuðning og áhuga sem samfélagið […]
Sendiherra Kanada og ræðismaður Færeyja í heimsókn í Eyjum

Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi og Petur Petersen, ræðismaður Færeyja á Íslandi, áttu í dag fund með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Til umræðu voru samskipti Vestmannaeyja við löndin tvö, vinabæjartengslin við Gøtu, aukin samvinna í tengslum við viðskipti, rannasóknir, ferðamennsku og menningu. Sendiherrarnir munu verja deginum í Vestmannaeyjum. […]
K100 og Toyota á Stakkó á morgun

Útvarpsstöðin K100 sendir út frá Vestmannaeyjum á morgun föstudaginn 19. júní. Nánar tiltekið úr útsendingarhjólhýsi sínu sem staðsett verður á Stakkagerðistúni. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Vestmannaeyinginn Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað, fjallað verður um það helsta sem er að […]
Þjóðhátíðardeginum fagnað í blíðskaparveðri – myndir

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Stakkagerðistúni í gær. Skrúðganga gekk í takt við tóna Lúðrasveitar Vestmannaeyja, leidd af Skátafélaginu Faxa í fylgd lögreglu, frá Íþróttamiðstöðinni niður að Stakkagerðistúni. Þar tók við hefðbundin dagskrá. Kynnir var Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu og tómstundaráðs. Lúðrasveitin lék, börn af Víkinni sungu, Lóa Baldvinsdóttir […]
Hvatningaverðlaun fræðsluráðs afhent í fyrsta skiptið

Hvatningaverðlaun fræðsluráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Einarsstofu í gær 17. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru afhent en með markmiðið með þeim er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hrós fyrir framúrskarandi vinnu og staðfesting á að verðlaunahafi er fyrirmynd á því […]
Jón Karl Ólafsson nýr stjórnarformaður

Svarið ehf sem vinnur að koma upp Laufey þjónustumiðstöð á Bakka hefur fengið öflugan liðsauka: Jón Karl Ólafsson fyrrv. forstjóri Icelandair, framkvæmdastjóri Isavia, Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í 6 ár. Jón Karl hefur yfir 30 ára reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi og er að öðrum ólöstuðum vafalítið með mestu reynslu og þekkingu á greininni […]
Dagskrá 17. júní 2020

Hátíðarhöld 17. júní 2020 Dagskrá: 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 10:30 Hraunbúðir Fjallkonan – Viktoría Dís Viktorsdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði – Skólalúðrasveitin spilar 11:30 HSU Vestmannaeyjum Skólalúðrasveitin spilar 12:00 Athöfn í Einarsstofu á vegum fræðsluráðs Vestmannaeyja. Dagskrá: Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 afhent. Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert […]
Gott fiskirí miðað við árstíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE er að landa fullfermi eða um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag. Systurskipið Bergey VE er síðan væntanlegt síðar í dag einnig með fullfermi. Afli Vestmannaeyjar er fyrst og fremst ýsa og ufsi en afli Bergeyjar er ýsa og karfi. Bæði skipin voru að veiðum á Papagrunni. Hér er um að ræða […]
Misvísandi upplýsingar

Kynnt voru fyrir bæjarráði á fundi ráðsins í gær drög að kaupsamningi um kaup Vestmannaeyjabær á hluta húseignar Íslandsbanka við Kirkjuveg 23. Kaupsamningurinn er í samræmi við kauptilboðið sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 11. júní sl. Kaupsamningurinn verður undirritaður síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir sundurliðað verðmat Fulltrúi D lista bókaði við þessa afgreiðslu. […]
Halldóra Björk Halldórsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri á Kirkjugerði

Halldóra Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri á leikskólann Kirkjugerði frá og með 9. júní 2020. Halldóra er leikskólakennari að mennt og hefur einnig diplómu í sérkennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Halldóra hefur starfað á leikskólanum Kirkjugerði frá árinu 2011 sem almennur leikskólakennari og deildastjóri. Frá haustinu 2019 hefur Halldóra starfað sem verkefnisstjóri og […]