Sýnatökur með tilliti til mótefnamælinga

Síðustu daga hafa farið fram sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir m.a. fyrirhugaðar mótefnamælingar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þeim sem hafa lokið einangrun og sóttkví vegna COVID-19 hefur verið boðið að koma og er búið að taka sýni (blóðsýni og háls- og nefkoksstrok) hjá um 500 manns. Ekki hefur náðst í alla og hugsanlega eru einhverjir sem ekki […]

Bæjarskrifstofurnar opna afgreiðslu að nýju

Ákveðið hefur verið að opna að nýju afgreiðslu bæjarskrifstofanna (Bárustíg, Rauðagerði og Tæknideildina) milli kl. 10 og 12 alla virka daga.  Kemur sú ákvörðun til með að gilda frá og með mánudeginum 20. apríl 2020, þar sem hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum féllu úr gildi 19. apríl 2020. Opnun annarra stofnana bæjarins verður áfram með sama […]

Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]

Ásmundur á fjarfundi Viljans

Í dag, sunnudag 19 apríl milli kl. 12.00-13.00 verður opin fundur Viljans á facebook. Þar verð gestur fundarins Ásmundur Friðriksson. Í tilkynningu um fundinn segir Ásmundur: “Ég mun svara fjölda spurninga frá stjórnendum fundarins og eins þeim sem fylgjast með á fésbókinni. Hvet þig til að vera með og senda mér fyrirspurn.” Hér má finna […]

Viðspyrna Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. april sl., tillögur að viðspyrnu vegna þeirra efnahagslegu afleiðinga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur og gæti valdið. Tillögurnar innihalda þrjú einkennisorð; skjól, stöðugleika og sókn, fyrir íbúa, heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið. Innihalda aðgerðirnar ýmsar ráðstafanir um lækkun og niðurfellingu gjalda, framkvæmda- og viðhaldsverkefni, samráð við íbúa og fyrirtæki, markaðsátak í ferðaþjónustu, aukin […]

Eitt nýtt smit í Eyjum

Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað […]

Akstur er ekki leikur, heldur dauðans alvara

Lögreglan í Vestmannaeyjum gerir upp undanfarnar vikur í pistli á facebook síðu sinni. En lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast á undanförnum vikum og tengjast helstu verkefni því almannavarnarástandi sem er á heimsvísu og snýr að COVID-19 faraldrinum. Verkefni lögreglu hafa meðal annars verið að aðstoða smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna við að rekja smitleiðir […]

Nýr vefur Vestmannaeyjabæjar kominn í loftið

Í dag tók Vestmannaeyjabær nýjan vef í gagnið. „Gamli vefurinn var komin á sitt 10. ár og löngu tímabært að aðlaga vefinn að breyttum þörfum nútímans,” segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttir, bæjarstjóra Það var Hugsmiðjan sem gerði vefinn í samvinnu við Vestmannaeyjabæ að undangenginni verðkönnun. „Lagt var upp með að nýi vefurinn félli að […]

Upptaka af bæjarstjórnarfundi

1558. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær kl. 18:00 hér má sjá upptöku af fundinum og dagskrá fundarins. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 202003006F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 321 Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar. 2. 202003013F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 248 Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar. 3. 202003011F […]

Lundinn er sestur upp

Hilmar Kristjánsson sá lunda í töluverðu magni seinnipartinn í dag bæði í Dalfjalli og í Klifinu. Eðlilegt er að fyrstu lunda verði vart um miðjan apríl og því hægt að segja að þessi vorboði sé mættur til Eyja á réttum tíma. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.