Foktjón hjá Skipalyftunni

Foktjón varð hjá Skipalyftunni seinnipartinn í gær þegar stór iðnaðarhurð fauk upp á suður gafli hússins. Stefán Örn Jónsson yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu áætlar að tjónið hafi orðið milli sex og sjö og segir guðs mildi að engin var við enn við vinnu sem í venjulegu árferði er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. “Þetta er þannig […]
Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar taka gildi að […]
Tilkynning frá aðgerðastjórn – ellefu ný staðfest smit í Vestmannaeyjum

Rannsóknir á sýnum vegna COVID-19 sem lokið var í kvöld hafa leitt í ljós að 11 til viðbótar eru með staðfest smit í Vestmannaeyjum. Af þeim 11 sem eru nýgreindir voru 6 þegar í sóttkví. Heildarfjöldi smitaðra í Vestmannaeyjum er því orðinn 41 talsins. Smitrakningum er ekki lokið vegna þessara aðila. Við fjölda einstaklinga í […]
Spurningum bæjarbúa vegna Covid19 í Vestmannaeyjum svarað (myndband)

Margar spurningar brenna á fólki í Eyjum varðandi ástandið vegna COVID-19. Til að bregðast við því bauðst Vestmannaeyingum að leggja inn spurningar í spurningabanka. Hér svar þau Páley Borgþórsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Hjörtur Kristjánsson spurningum bæjarbúa. (meira…)
Fjarfundarbúnað heimilaður á fundum nefnda sveitarfélagsins

Bæjarstjórn fundaði eftir hádegi í dag þar var eitt mál til umræðu, lagabreyting á sveitarstjórnarlögum og ákvarðanir því tengt. Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birt auglýsingu, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem sveitarstjórnum er heimilt […]
Ekkert barnanna sem skimuð voru úr 1.-4. bekk GRV með kórónaveiruna

Það eru tvímælalaust góðar fréttir að af öllum þeim tugum barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk GRV var ekkert þeirra með kórónaveiruna. Ekkert sýni greindist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjölmörgu sem sýni voru tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það […]
Engin ferð með Herjólfi í dag – sýni til rannsóknar fóru með flugi

Engar ferðir verð sigldar milli lands og Eyja í dag þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur ohf sendi frá sér rétt í þessu. Stefnt er á siglingu til Þorlákshafnar á morgun 24.03.20 Brottfor frá Vestmannaeyjum kl: 09:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl: 12:00 Sýni til rannsóknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum fóru með flugi í […]
Rafræn útgáfa vottorða til staðfestingar á sóttkví

Þeir sem þurfa að sitja í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki. Þeir sem hafa ekki rafræn skilríki og […]
Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning

Í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 veirunnar og þeirra hertu takmarkanna í Eyjum varðandi samkomur þá verður Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning þar til slakað hefur verið á þessum takmörkunum. Þeir sem þurfa nauðsynlega að ná í fyrirtæki og/eða stofnun innan ÞSV er bent á að hringja í viðkomandi stofnun. Einnig […]
Smári McCarthy með COVID-19

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook. Smári hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví í rúma viku eftir að hafa fengið hósta. “Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill. Önnur einkenni koma og fara ─ en ég er í […]