Tveir starfsmenn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum smitaðir

Tveir starfsmenn HSU, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir af COVID-19 og nokkrir komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Vísir.is Díana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný […]

Georg sinnir þrifum undir ströngu eftirliti (myndband)

Sealife Trust safninu hefur verið lokað tímabundið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Starfsfólk hefur notað tímann til að sinna viðhaldi og þrifum. Eitt af því sem þarf að sinna reglulega eru þrif á botni laugarinnar þar sem hvalirnir dvelja. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Georg Skæringsson við þrif á botni laugarinnar undir ströngu eftirliti systranna Litlu […]

Þið eruð öll að standa ykkur gríðarlega vel við erfiðar aðstæður

Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar hugsað er tilbaka og til síðustu fimm daga. Í tvo mánuði höfðum við undirbúið okkur undir útbreiðslu faraldurs sem hóf að breiða úr sér frá Kína í desember og mörgum þótti óraunverulegt. Svokallaða kórónaveiru sem síðar fékk sjúkdómsnafnið COVID-19 og hvert mannsbarn þekkir í dag. 15 […]

Fjöldi Eyjamanna í sóttkví kominn í 288

Aðgerðastjórn Vestmannaeyja sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að staðfest smit eru orðin 11 í Vestmannaeyjum og eru 282 í sóttkví. Nýjasta staðfesta smitið varðar kennara í Grunnskóla Vestmannaeyja og var ákveðið að setja nemendur í 1.-4. bekk og alla starfsmenn skólans í svokallaða úrvinnslukví á meðan málið er til skoðunar. […]

Ellefta tilfellið greint í Eyjum, kennari við Hamarsskóla smitaður

Kennari í Hamarsskóla hefur greinst með kórónaveirusýkingu en hann hefur ekki verið við kennslu undanfarna daga. Í varúðarskyni hefur þó verið tekin ákvörðun um að til sunnudags, nema annað verði ákveðið,  fari starfsmenn og nemendur starfsstöðvarinnar í úrvinnslukví á meðan rakningarteymi vinnur úr upplýsingum. Í framhaldi verður haft samband við þá sem þurfa að fara […]

HSÍ leitaði ráða hjá almannavörnum

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag var útbreiðsla smita í Vestmannaeyjum og uppruni þeirra til umræðu. Talið barst að útslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í Laugardalshöll 7. mars síðastliðinn. En tíðrætt hefur verið um að rekja megi flest smit í Vestmannaeyjum helgarinn umræddu. Víðir segir að HSÍ hafi verið í samskiptum við almannavarnir í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. […]

Frekari sóttvarnarráðstafanir í Vestmannaeyjum hafa verið ræddar

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðaði til reglulegs upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14:00 í dag. Þar var Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn spurður út í harðari aðgerðir á völdum stöðum þar voru nefnd til sögunnar Hvammstangi og Vestmannaeyjar. Víðir sagði að rætt hafi verið að grípa til harðari aðgerða bæði á þessum stöðum sem og á landinu öllu. Í nýjustu […]

Létt yfir mannskapnum þrátt fyrir allt

Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 sem gerður er út af Þorbirni í Grindavík liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjahöfn með 22 skipverja um borð í svo kallaðri biðkví. Brynjólfur Stefánsson stýrimaður á Hrafni segist í samtali við Eyjafréttir lítið vita um framhaldið hjá þeim. „Við vitum ekkert fyrr en í kvöld í fyrsta lagi það verða teknar […]

17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.