Sjáum okkur ekki fært að spila handboltaleik á morgun

Yfirlýsing frá Leikfélag Vestmannaeyja Það er útbreiddur misskilningur að Leikfélag Vestmannaeyja ætli sér að spila handboltaleik á morgun. Við sjáum okkur því miður ekki fært að senda lið þar sem við stöndum í ströngum æfingum á grínsöngleiknum SPAMALOT. Í okkar stað mun meistaraflokkur ÍBV í handbolta spila til úrslita gegn Stjörnunni frá Garðabæ í Laugardalshöll […]

Verkfall hefði mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins

Í morgun sögðum við frá áhrifum hugsanlegra verkfallsaðgerða BSRB (Stavey), á starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja. Það er þó ekki eina starfsemin sem skerðist í Eyjum. „Komi til verkfalla mun það hafa mis mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins allt frá því að starfsemin lokist alveg til lítillar eða engrar skerðingar,“ segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. „Forstöðumenn þeirra […]

Enn finnast olíublautir fuglar við suðurströndina

Líkt og Eyjafréttir hafa greint frá hefur mikið borið á olíblautum fuglum við og í kringum Eyjar undanfarið. Einnig hafa fundist olíublautir víðar við suðurströndina, í Reynisfjöru og Víkurfjöru en óljóst er þó hvort þessi mál tengist. Fjöldi fugla sem fundist hefur á þessum stöðum skiptir nú nokkrum tugum. „Umhverfisstofnun vinnur áfram í því að […]

SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir. “Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð […]

Styttri skóladagur hjá yngstu nemendunum GRV komi til verkfalls

Ef ekki nást samningar í kjaraviðræðum BSRB, þar sem Starsmannafélag Vestmannaeyjabæjar (Stavey) er meðal aðildarfélaga, um helgina hefst verkfall á miðnætti á sunnudag. Stendur það í tvo sólahringa, mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Ein af þeim stofnunum sem yfirvofandi verkfall nær til er Grunnskóli Vestmannaeyja. Í tilkynningu til foreldra, sem send var út […]

Nýju kojurnar að verða klárar (Myndir)

Undanfarna daga hafa starfsmenn frá FAST í Póllandi unnið í Herjólfi við að setja upp auka svefnrými um borð en kojurnar komu til landsins um mánaðarmótin. Verkið hefur verið að mestu unnið að næturlagi og því ekki tafið ferðir Herjólfs. Um er að ræða 32 svefnrými en við það rúmlega tvöfaldast fjöldi svefnrýma um borð […]

Erfiðasta hafsvæði sem maður sækir á

Huginn Ve er á leiðinni til Kyllibegs á Írlandi með 1.900 tonn af kolmunna. Aflann fengu þeir vsv af Írlandi um 730 sjómílur frá Vestmannaeyjum. „Við lögðum af stað rétt fyrir miðnætti og reiknum með að vera þarna í fyrramálið þetta er 300 sjómílna sigling héðan af miðunum,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. Þetta fyrsti túrinn á þessu ári. […]

Blátindur á uppleið

Nú standa yfir aðgerði við að ná Blátindi VE upp úr Vestmannaeyjahöfn. Óskar Pétur er að sjálfsögðu á staðnum og sendi okkur þessar myndir. Búið er að rétta bátinn af og vinna hafin við að koma honum á flot.   (meira…)

Af­leiðing­ar lok­un­ar al­var­leg­ar

Þeir aðilar inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvaða af­leiðing­ar það kann að hafa fyr­ir fyr­ir­tæki sem reka fisk­vinnslu fari svo að fyr­ir­tæk­in verði lokuð í tvær vik­ur vegna kór­ónu­veiru­smits hjá starfs­manni. „Þetta yrði högg fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir einn út­gerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þung­bært gæti orðið fyr­ir […]

Fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum ferjunnar. Þetta er gert með það í huga að minnka smithættu farþega og starfsfólks. Þetta mun taka í gildi frá og með 8. mars 2020. Farþegar eru jafnframt beðnir um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.