Fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum ferjunnar. Þetta er gert með það í huga að minnka smithættu farþega og starfsfólks. Þetta mun taka í gildi frá og með 8. mars 2020. Farþegar eru jafnframt beðnir um […]
Einstaklingar í sóttkví í Eyjum (uppfært)

Áður kom fram í frétt Eyjafrétta að þrjú sýni frá Vestmannaeyjum væru til rannsóknar. Það er ekki rétt, misskilningur varð milli blaðamanns og viðmælanda um uppruna sýnanna. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að enn hafi ekkert staðfest smit af COVID-19 verið greint í Vestmannaeyjum. Það eru aðilar í […]
Langt umfram mínar björtustu vonir

Síðastliðinn sunnudag hittist hópur kvenna í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja á stofnfundi Kvennakórs Vestmannaeyja. Á fimmta tug kvenna mætti á fundinn en það er þó bara hluti þeirra sem hyggjast taka þótt í kórstarfinu samkvæmt nýkjörnum formanni, Kristínu Halldórsdóttur. „Alls hafa um áttatíu konur skráð sig í kórinn á Facebooksíðu hans og sýnt áhuga á að […]
Boðuð verkföll hafa víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum

Meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB hafa samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Boðaðar verkfallsaðgerðir lýsa sér þannig að þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. […]
Mikilvægt að landsmenn allir komi að framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær en til umræðu var meðal annars beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020. Bæjarráð fagnaði þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn […]
Geisli nýr endursöluaðili Símans

Geisli er nýr endursöluaðili Símans í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verða ráðgjafar Símans á staðnum til að veita ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina, virkja rafræn skilríki og fleira. Þau verða á staðnum í dag þriðjudag frá klukkan 13 til 18 og miðvikudag og fimmtudag frá 10 til 18. Heitt á könnunni og með því. […]
Verkefni færð til Vestmannaeyja

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]
Eydís verður mannauðsstjóri

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar lausa til umsóknar. Alls sóttu átta einstaklingar um starfið, fimm konur og þrír karlar. Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi mannauðsstjóra, svo sem sérstök reynsla eða […]
Lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn ræddi Við óveður í Vestmannaeyjum 14. febrúar 2020 og afleiðingar þess á fundi sínum fyrir helgi. Þar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða. Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á […]
Innviðir í Vestmannaeyjum vel í stakk búnir

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hafa nýlega lokið stöðufundi vegna COVID-19 veirusýkingarinnar. Fundurinn nú var haldinn af því tilefni að í gær greindist fyrsta tilfellið á Íslandi og var viðbúnaðarstig almannavarna hækkað úr óvissustigi í hættustig á landsvísu. Fulltrúar almannavarna í Vestmannaeyjum hafa fundað reglulega vegna COVID-19 veirusýkingarinnar síðan í lok janúar og […]