Hyggst flytja inn í Laufey – „á bara eftir að segja konunni það“

Ný þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 mun bera nafnið „Laufey – Welcome center.“ Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins, sagðist hafa fallið strax fyrir nafninu. „Við unnum þetta með Aldeilis auglýsingastofu. Vorum með ákveðnar áherslur og hugmyndir sem skiluðu sér í þessu nafni sem við féllum strax fyrir. Það er lítið mál fyrir útlendinga að […]
TBV býður börnum og unglingum á badminton námskeið

Nú er að fara af stað opið kynningar námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-17 ára, einnig fatlaða. Námskeiðið mun hefjast 22. febrúar og lýkur með vina- og fjölskyldumóti þann 29. mars. Þjálfari námskeiðsins er hún Þórey Katla fyrrum afreksspilari með 12 ár að baki í íþróttinni. Ekki er nauðsynlegt að eiga spaða. Æfingar […]
Nýju kojurnar í Herjólf á leið til landsins

„Staðfest hefur verið að nýju kojurnar eru á leið til landsins og ættu að verða komnar þann 25. febrúar og til Vestmannaeyja fimmtudaginn 27. febrúar n.k.“ Þetta segir í tilkynning á Facebook síðu Herjólfs. Starfsmenn framleiðandans, FAST munu koma til Vestmannaeyja á sama tíma og hefja uppsetningu þeirra. „Ekki er gert ráð fyrir að tafir […]
Tjón á Blátindi eftir flakk um höfnina

Unnið er að því að ná vélbátnum Blátindi VE upp, en hann sökk við bryggju í Vestmannaeyjum í óveðrinu á föstudag. Skipið var smíðað í Eyjum 1947 og er friðað á grundvelli aldurs samkvæmt lögum um menningarminjar. Í umfjöllun um Blátind í Morgunblaðinu í dag segir Kristín Hartmannsdóttir, formaður framkvæmda- og hafnarráðs í Vestmannaeyjum, ljóst […]
Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði á þriðjudag. Starfshópur sem skipaður var á 236. fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða […]
Svona búðir efla mannauð skólanna

Menntabúðir fóru fram í Þekkingarsetrinu fyrr í þessum mánuði þar sem boðið var upp á fjölbreyttar kynningar fyrir kennara á öllum skólastigum. Menntabúðir, eða EduCamp, er skemmtileg og áhrifarík leið til starfsþróunar kennara og hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012. Upprunalega módelið af EduCamp kemur frá Kólumbíu og er meginmarkmiðið óformleg jafningjafræðsla […]
Vestmannaeyjahöfn gerir kauptilboð í Skildingaveg 4

Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í gær, þriðjudaginn 18. febrúar, var samþykkt að gera kauptilboð í húseignina Skildingavegur 4. Tilboðsfjárhæð er 30 milljónir króna. Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði fjárveiting sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar. Um er að ræða veiðafærakróna sem stendur vestan Skallabóls. Ólafur Snorrason, framkvæmdarstjóri Framkvæmda- og […]
Blátindur er friðaður

Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að […]
Hollvinasamtök Hraunbúða

Nú er nýtt starfsár hafið hjá Hollvinasamtökunum og af því tilefni viljum við minna aðeins á okkur, um leið og við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir frábæran stuðning á síðasta ári. Allur sá stuðningur fer í að bæta upplifun og líðan heimilisfólks á Hraunbúðum. Til að upplýsa ykkur um fyrirliggjandi verkefni á þessu ári viljum […]
Ný lögreglubifreið í Eyjum (myndir)

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið í notkun nýja lögreglubifreið að gerðinni MERCEDES-BENZ – VITO TOURER. Bílnum er ætlað að leysa af 24 ára gamla Ford Econoline bifreið lögreglunnar sem var tekinn úr þjónustu og komið fyrir á Lögregluminjasafninu fyrir stuttu. Lögreglumenn sem Eyjafréttir ræddu við létu vel af bílnum og sögðu hann þægilegan í akstri. […]