Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)
Umhverfisstofnun biður veiðimenn að hlífa teistunni

Nú er svartfuglsveiðitíminn í algleymingi og ljóst að margir nýta sér að komast út á sjó þegar dúrar milli lægða. Teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan árið 2017, enda á stofninn undir högg að sækja. Orsakirnar eru m.a. taldar vera afrán minks, en teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppunetum. Við […]
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 18:00 – 18:30 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 18:30 – 19:30 […]
Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Eyjum í gær

Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum í gær. Það hefur ekki gerst jafn snemma ársins í meira en 100 ár. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur fylgst með komutíma svartfuglsins í yfir 70 ár og faðir hans, Jónas Sigurðsson frá Skuld, gerði það einnig áratugum saman. Þeir hafa því skráð komutíma svartfuglsins í meira en 100 […]
Skólagjöld áfram meðal lægstu á landinu

Ný verðkönnun á skóladagvistun og skólamat hjá ASÍ var birt í dag. Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. […]
Veðurathuganir á Eiði kosta milli 50 og 60 milljónir

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni var til umræðu minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir. Siglingastofnun, nú Vegagerðin, hóf vatnslíkanaskoðun á hafnarmannvirkjum norðan við Eiðið árið 1990. Á árunum 2009 […]
Drög að athafnasvæði við Dalaveg

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Dalaveg (norðan við flugvallarlandið) Skipulagsdrög eru nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi. Helsta markmið með gerð nýs deiliskipulags er að fjölga lóðum fyrir blandaða atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum, með það […]
Höldum áfram og gerum gott betra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fór fram í dag kl 16:00. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, sveiganleiki og þjónusta við viðskiptavini er til fyrirmyndar. Höldum áfram og gerum gott betra. (meira…)
Jafnlaunakerfi Vinnslustöðvarinnar vottað

Vinnslustöðin hefur fengið jafnlaunavottun í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018 og Deloitte var fyrirtækinu innan handar við launagreiningu sem náði til allra á launaskrá á árinu 2019. „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem […]
Yfirbyggt útisvið, sölubásar, legurbekkir og leiktæki á Vigtartorg

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og […]