MATVÆLARÁÐHERRA HEILSAR UPP Á VSV-FÓLK Í BARCELONA

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Á forsíðumyndinni eru með henni Albert Erluson, framkvæmdastjóri Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. Björn segir að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á […]
Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum rétt í þessu. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lásu ljóð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilynnti um valið sem að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen. Njáll kom meðal annar inn á það […]
Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]
Beanfee og Vestmannaeyjabær slá höndum saman

Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum […]
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð. (meira…)
Aðgæsluveiði

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]
Jóhann Bjarnason, 56 módel minning

Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af 56 módelinu sem er samanhnýttur […]
Undanúrslitin hjá stelpunum að hefjast

Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda. Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr […]
Herjólfur kaupir fasteign

Hluthafi samþykkti á aðalfundi Herjólfs ohf. þann 10. apríl sl., að tillögu stjórnar Herjólfs ohf., kauptilboð sem stjórnin og eigendur fasteignarinnar Básaskersbryggju 2, hluti jarðhæðar hafa undirritað. Um mikilvæga eign er að ræða á hafnarsvæði við Básaskersbryggju sem er þjónustusvæði Herjólfs. Bæjarráð samþykti á fundi sínum kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísar ákvörðuninni til staðfestingar […]
LAXEY lýkur 6 milljarða hlutafjárútboði með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi

LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á landi, sem mun einnig innihalda seiðastöð og framleiðslu á stórseiðum. Með lokun þessarar fjármögnunarlotu hefur LAXEY alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hlutafé. Blue […]