Polka Bistro – verður opinn allt árið um kring

Polka Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á dögunum í húsnæði Alþýðuhússins, hægra megin við aðal innganginn. Polka Bistro er í eigu Katarzyna Maik eða Kasiu eins og hún er kölluð. Kasia hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2016. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir mat og eldamennsku og það hafði verið draumur hjá […]

Ávinningur af jarðgöngum sé mikill

Innvidaradun Starfsh Gong 24

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag við skýrslu starfshóps sem var falið að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn kynnti skýrsluna á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu fyrr í dag. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ávinningur af jarðgöngum sé mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. […]

Jarðgöng: Leggja til þrepaskipta rannsókn

default

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnti í dag skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi. Starfshópurinn leggur til að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. Í hverju þrepi bætist við þekkingu á jarðlögunum og þannig má varpa ljósi á fýsileika jarðgangaverkefnisins. Við undirbúning jarðgangaverkefna eru jafnan fleiri […]

Ræddu stöðu hafna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti

Halkion Teista Skemmtiferdaskip Lagf Minni

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands sem lauk á Akureyri sl. föstudag. Alls sóttu þingið ríflega 100 fulltrúar frá höfnum víðs vegar um landið. Fjölmörg fræðsluerindi voru flutt og sköpuðust góðar umræður m.a. um stöðu hafnanna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti í höfnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þingið […]

Öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á einum stað

IMG 5063

Vestmannaeyjabær tekur þátt í samstarfsverkefni sem er hluti af aðgerðaráætlun verkefnisins “Gott að eldast”. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að þetta sé samstarfsverkefni verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Ætlunin er að birta upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu fyrir 60 ára […]

Afþakkaði fjórða sætið

Gudni Hjoll Ads L

„Ég hef afþakkað fjórða sæti á lista í Suðurkjördæmi hjá Miðflokknum.” segir í tilkynningu frá Guðna Hjörleifssyni sem hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér í 2. eða 3. sæti á lista flokksins. „Stefnan var sett á annað til þriðja sætið, sem gekk því miður ekki eftir og því hef ég ákveðið […]

Taka Hrekkjavökuna alla leið

Nú er Hrekkjavakan að ganga í garð og margir byrjaðir að skreyta húsin sín með graskerum og ógnvekjandi skrauti til að fagna komandi degi. Það eru þó ekki allir jafn metnaðarfullir og hjónin Íris Sif og Einar Birgir, en segja má að þau taki Hrekkjavökuna alla leið. Þau leggja mikinn metnað í undirbúning og skreytingar og er […]

Samið um vinnslubúnað í sláturhús

LAXEY Og Baader IMG 1440

Laxey og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxeyjar fyrir landeldislax. Fram kemur í tilkynningu að Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, sé þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru með gæði framleiðslu og dýravelferð í huga. Þessi nálgun gerir […]

Konunglegt teboð og flottir hattar

Það var konunglegt teboðið í Safnahúsinu í dag þar sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gáfu tóninn í söng og tali. Bryggjan í Sagnheimum var þétt setinn og stærsti hlutinn konur sem mættar voru til að komast í örlitla snertingu hátignir í Evrópu, einkum þau dönsku og ensku. Margar konurnar fóru alla leið og mættu […]

Sannarlega komið að endurnýjun flotans

Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.