Börnin tekin tali: „Ég er búinn að gleyma hvað á að gera á goslokum”

Nafn og aldur: Þórhildur Helga. 9 að verða 10 ára. Fjölskylda: Foreldrar eru Esther og Guðgeir, systkinin Bergur og Katla og hundurinn Ylfa Fönn. Hvað gerðist 23. janúar árið 1973? Það kom eldgos á Heimaey. Hefur þú farið upp á Eldfell? Já, ég hef farið nokkrum sinnum á Eldfellið. Hvað ætlar þú að gera á goslokunum? Fara á skemmtanirnar og […]

Sveitaball í kvöld!

Jarl Sigurgeirsson hefur mörg járn í eldinum þessa dagana en hann og lúðrasveit hans halda stórtónleika í kvöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis. Um er að ræða Lúðrasveitaball í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja en á svæðinu verða Lúðrasveit Vestmannaeyja, hljómsveit hússins, samkór myndaður af Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja ásamt Kór Landakirkju, og nokkrir vel valdir gestir. Í […]

Dagskrá dagsins – 7. júlí

Hér má sjá dagskrána fyrir föstudag Goslokahátíðar. 10:30/16:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano Open. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-17:00 Landlyst: „Lífgrös” Halldóra Hermannsdóttir. 10:00-18:00 Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla. 11:00 Bókasafn Vestmannaeyja: Rithöfundarnir Axel Gunnlaugsson, Edda Heiðarsdóttir og Jóhanna Hermansen lesa úr barnabókum sínum sem tengjast Heimaeyjargosinu. 11:00-17:00 Eldheimar: Hulda, […]

Gærdagurinn gerður upp – Myndir

Hér má sjá nokkrar myndir frá fimmtudegi gosloka. Sunna spáði í framtíðina, Stebbi og Eyfi héldu tónleika á Háaloftinu, keppt var í bjórbingó á The Brothers Brewery, leikið var og sungið í Eldheimum og það bættist enn frekar í listasýningarnar. Á Hilmisgötu 1 og 3 (Haukagil) var opið hús í vinnustofu Ragnars Engilbertssonar og myndalistarsýningar […]

Róðrakeppni – Áheitasöfnun fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls

Í tilefni Goslokahátíðarinnar hafa tveir frábærir Eyjamenn tekið sig saman og skipulagt róðrakeppni til að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls. Keppnin fer fram laugardaginn 8. júlí fyrir utan Brothers Brewery (Bárustíg 7) og hefst kl. 11.30 og er áætlað að róa í 4 klst. Róið verður á þremur vélum, tvær verða skipaðar af fyrirfram […]

Flott sýning Gerðar í Einarsstofu

„Þegar ég sýndi hérna fyrir fimm árum var ég ekki með eins stóra sýningu og núna. Hér er ég vegna orða Kára Bjarnasonar, forstöðumanns Safnahúss sem skoraði á mig að koma á fimmtíu ára goslokaafmælinu. Mér leist ekki á, átti ekki mikið af myndum, ákvað að slá til og fór að vinna. Hef hamast í […]

Upplýsingaskilti við Stórhöfða afhjúpað

Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari, er skiltakarl Vestmannaeyja eins og Kári Bjarnason orðaði það í aðfaraorðum sínum. Tilefnið var afhjúpun skiltis, á þriðjudeginum 4. júlí, um fuglamerkingar Óskar Sigurðssonar í Höfðanum þar sem áhugasamir geta lesið um hið einstæða afrek Óskars og hvaða aukna þekkingu það hefur fært okkur um þá fugla sem […]

Annar dagur gosloka – Myndir

Það skorti ekki vandaða viðburði síðastiliðinn þriðjudag og höfðu gestir um nóg úr að velja úr dagskrá goslokahátíðar. Þeir Erlendur Bogason kafari og Örn Hilmisson sýndu lifandi myndir og ljósmyndir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það var ekki það eina sem var á boðstólum því Gleðigjafarnir seldu vöfflur á staðnum. Leikhópurinn Lotta sýndi Gilitrutt á Stakkagerðistúni fyrir fjölda […]

Dagskrá dagsins – 6. júlí

Hér má sjá dagskrá fyrir daginn í dag á Goslokahátíð. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-17:00 Landlyst: „Lífgrös” Halldóra Hermannsdóttir. 10:00-18:00 Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla. 11:00-17:00 Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða. 13:00-18:00 Hilmisgata 1 og 3 (Haukagil): Opið hús, vinnustofa Ragnars Engilbertssonar og myndlistasýningar á báðum […]

„Koma með hjálm á sýninguna”

Undir listamannsnafninu Júníus Meyvant hefur Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson sigrað bæði tónlistar- og myndlistarheiminn. Unnari er margt til lista lagt og verður hægt að heilsa upp á hann á sýningu hans í Craciouskró á Skipasandi í kvöld. Listakonan Sunna Einarsdóttir deilir sýningarrými með honum í krónni. Aðspurður hvort það sé alltaf skemmtilegt í vinnunni svarar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.