Gærdagurinn gerður upp – Myndir

Hér má sjá nokkrar myndir frá fimmtudegi gosloka. Sunna spáði í framtíðina, Stebbi og Eyfi héldu tónleika á Háaloftinu, keppt var í bjórbingó á The Brothers Brewery, leikið var og sungið í Eldheimum og það bættist enn frekar í listasýningarnar. Á Hilmisgötu 1 og 3 (Haukagil) var opið hús í vinnustofu Ragnars Engilbertssonar og myndalistarsýningar […]
Róðrakeppni – Áheitasöfnun fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls

Í tilefni Goslokahátíðarinnar hafa tveir frábærir Eyjamenn tekið sig saman og skipulagt róðrakeppni til að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls. Keppnin fer fram laugardaginn 8. júlí fyrir utan Brothers Brewery (Bárustíg 7) og hefst kl. 11.30 og er áætlað að róa í 4 klst. Róið verður á þremur vélum, tvær verða skipaðar af fyrirfram […]
Flott sýning Gerðar í Einarsstofu

„Þegar ég sýndi hérna fyrir fimm árum var ég ekki með eins stóra sýningu og núna. Hér er ég vegna orða Kára Bjarnasonar, forstöðumanns Safnahúss sem skoraði á mig að koma á fimmtíu ára goslokaafmælinu. Mér leist ekki á, átti ekki mikið af myndum, ákvað að slá til og fór að vinna. Hef hamast í […]
Upplýsingaskilti við Stórhöfða afhjúpað

Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari, er skiltakarl Vestmannaeyja eins og Kári Bjarnason orðaði það í aðfaraorðum sínum. Tilefnið var afhjúpun skiltis, á þriðjudeginum 4. júlí, um fuglamerkingar Óskar Sigurðssonar í Höfðanum þar sem áhugasamir geta lesið um hið einstæða afrek Óskars og hvaða aukna þekkingu það hefur fært okkur um þá fugla sem […]
Annar dagur gosloka – Myndir

Það skorti ekki vandaða viðburði síðastiliðinn þriðjudag og höfðu gestir um nóg úr að velja úr dagskrá goslokahátíðar. Þeir Erlendur Bogason kafari og Örn Hilmisson sýndu lifandi myndir og ljósmyndir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það var ekki það eina sem var á boðstólum því Gleðigjafarnir seldu vöfflur á staðnum. Leikhópurinn Lotta sýndi Gilitrutt á Stakkagerðistúni fyrir fjölda […]
Dagskrá dagsins – 6. júlí

Hér má sjá dagskrá fyrir daginn í dag á Goslokahátíð. 10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 10:00-17:00 Stafkirkjan: „Metafor” Rósanna Ingólfsdóttir Welding. 10:00-17:00 Landlyst: „Lífgrös” Halldóra Hermannsdóttir. 10:00-18:00 Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla. 11:00-17:00 Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða. 13:00-18:00 Hilmisgata 1 og 3 (Haukagil): Opið hús, vinnustofa Ragnars Engilbertssonar og myndlistasýningar á báðum […]
„Koma með hjálm á sýninguna”

Undir listamannsnafninu Júníus Meyvant hefur Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson sigrað bæði tónlistar- og myndlistarheiminn. Unnari er margt til lista lagt og verður hægt að heilsa upp á hann á sýningu hans í Craciouskró á Skipasandi í kvöld. Listakonan Sunna Einarsdóttir deilir sýningarrými með honum í krónni. Aðspurður hvort það sé alltaf skemmtilegt í vinnunni svarar […]
Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]
„Forréttindi að fá að búa á svona stað”

Það leikur allt í höndunum á Viðari Breiðfirði sem verður með myndlistasýningu í GELP krónni á morgun. „Sýningin er tileinkuð listgleðinni. Ég er svo listglaður maður” segir Viðar í samtali við Eyjafréttir. „Ég ætlaði ekki að vera með neitt á goslokunum nema samsýningu, en svo var ég að labba á Strandveginum og fram hjá GELP […]
Gera byggðina undir hrauni aðgengilega

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sérstakan hátíðarfund í Eldheimum á mánudag í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, flutti ávarp í tilefni tímamótanna og gerði í framhaldi grein tillögu að verkefni sem snýr að því að að gera þeim hluta Vestmannaeyja sem fóru undir hraun […]