Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og  Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]

„Forréttindi að fá að búa á svona stað”

Það leikur allt í höndunum á Viðari Breiðfirði sem verður með myndlistasýningu í GELP krónni á morgun. „Sýningin er tileinkuð listgleðinni. Ég er svo listglaður maður” segir Viðar í samtali við Eyjafréttir. „Ég ætlaði ekki að vera með neitt á goslokunum nema samsýningu, en svo var ég að labba á Strandveginum og fram hjá GELP […]

Gera byggðina undir hrauni aðgengilega

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sérstakan hátíðarfund í Eldheimum á mánudag í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, flutti ávarp í tilefni tímamótanna og gerði í framhaldi grein tillögu að verkefni sem snýr að því að að gera þeim hluta Vestmannaeyja sem fóru undir hraun […]

Eyjafréttir í dag – Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Vígsla

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]

Sýnishorn frá fyrsta degi goslokahátíðar

Addi í London hefur verið duglegur að taka myndir af viðburðum Goslokahátíðar og var viðstaddur athöfn um borð í Varðskipinu Óðni í gærmorgun. Kom Óðinn við sögu í gosinu.   Einnig var hann á hátíðardagskránni á Skansinum þar sem m.a. Guðni forseti, Katrín forsætisráðherra og Íris bæjarstjóri fluttu ávörp. Silja Elsabet söngkona og Helga Bryndís píanóleikari […]

Dagskrá dagsins – 5. júlí

10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl. 14:00-18:00 Básar: „Það sem dvelur í þögninni” Aldís Gló Gunnarsdóttir. 14:00-17:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur. 15:00-18:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna. 16:00 Stafkirkjan: […]

Hátíðarfundur í Eldheimum

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær 3. júlí í Eldheimum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í tilefni þess sem einkenndist af þakklæti til allra þeirra einstaklinga sem stóðu vaktina og unnu myrkranna á milli við björgunarstörf og svo síðar uppbygginu. […]

Opnun fjölbreyttra listasýninga í gær

Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli opnaði myndlistarsýninguna sýna “Gluggi vonarinnar” í Akóges í gær klukkan 16.00. Í verkum sínum í ár einblínir hann á nærumhverfið. Í skúrnum við Vestmannabraut 38 er fjölbreytt sýning sjö listamanna, en það eru þau Jónína Hjörleifsdóttir, Laufey Konný, Þuríður Matthíasdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Guðmunda Hjörleifsdóttir, Sigurður Vignir Friðriksson og Lucie Vaclavsdóttir. Báðar […]

Óðinn til sýnis til klukkan tvö í dag

Varðskipið Óðinn kom til Vestmannaeyja í gærmorgun í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Lagt var af stað sunnudagskvöld frá Reykjavíkurhöfn og í fylgd áhafnar var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Skipið er áfram til sýningar í dag á Nausthamarsbryggju frá kl. 10:00 til 14:00. Fullkomnasta björgunarskip á Norður-Atlantshafi […]

Mikil gleði á Skansinum í gær

Efnt var til sérstaks hátíðarviðburðar í gær í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti sem margir hverjir tylltu sér í grasinu til að fylgjast með þeim ávörpum og tónlistaratriðum sem boðið var upp á. Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar, flutti ræðu sína alfarið á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.