Addi í London hefur verið duglegur að taka myndir af viðburðum Goslokahátíðar og var viðstaddur athöfn um borð í Varðskipinu Óðni í gærmorgun. Kom Óðinn við sögu í gosinu.
Einnig var hann á hátíðardagskránni á Skansinum þar sem m.a. Guðni forseti, Katrín forsætisráðherra og Íris bæjarstjóri fluttu ávörp. Silja Elsabet söngkona og Helga Bryndís píanóleikari og Júníus Meyvant skemmtu gestum. Pétur Erlendsson flutti Goslokalagið 2023 sem hann samdi. Allt fór vel fram í björtu og góðu veðri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst