Kastar steinum úr glerhúsi

DSC_3312

Það var fróðlegt að fylgjast með Páli Magnússyni, forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þar gagnrýndi hann þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Hann sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir […]

Popúlistinn lætur kné fylgja kviði

Að hatast út í sjávarútveginn og almennt þá sem ganga vel í atvinnulífinu er eitt af sérkennum íslensku þjóðarinnar. Með slíkt hatur í handfarangrinum er líklegast ekkert sem fær ríkisstjórnina til að velta fyrir sér hvort hún sé á réttri leið í veiðigjaldamálinu, hvort þau hafi misreiknað sig eða hvort skynsamlegt sé að draga málið […]

Skekkjan blasti við!

Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu mánuði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu í upphafi málsins að sýndarsamráð hafi átt sér stað, aðeins vika hafi verið gefin til umsagna og að ekki hafi fengist gögn afhent frá ráðuneytinu til að átta sig á útreikningum frumvarpsins.  59% hækkun reyndist 120% Veiðigjald á þorski á þessu ári […]

Söknuður Njáls og Írisar

Iris Og Njall La

Á bæjarstjórnarfundi í gær var tekið til umræðu listaverk Ólafs Elíassonar sem verið er að vinna í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. Bæði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri kölluðu eftir úr ræðustóli að þau söknuðu þess að fjallað væri um opinberlega hvernig verkið kæmi til með að líta út, „… um sköpun […]

Hvað sögðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrir kosningar?

Fyrir þingkosningarnar sendu Eyjafréttir út fyrirspurn til allra framboða um hvort viðkomandi flokkur hyggist beita sér fyrir því að tryggja fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga. Nú þegar búið er að mynda nýja ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða nánar hvað ríkisstjórnarflokkarnir sögðu um málið. Já, já og já Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar […]

Sískrifandi bæjarfulltrúar!

Víða um bæinn er hvíslað um það þessi misserin að bæjarbúar sakni þess að fá ekki langtímum saman upplýsingar frá bæjarfulltrúum. Í síðustu kosningum var fulltrúum okkar fjölgað úr sjö í níu – en svo virðist vera að enginn þeirra sjái sig knúinn til að stinga niður penna. Upplýsa bæjarbúa um stöðu mála. Ekki verður […]

Þjakaðir Eyjamenn

Mynd_sams_030624

Eyjamenn þjást þessi misserin af illvígri og tiltölulega skæðri upplýsingaþurrð. Þannig er hvíslað á milli manna að vísvitandi sé haldið frá Eyjamanninum ýmsum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir Eyjamanninn til að ganga beinn í baki um bæinn vitandi það sem hann ætti að vita.  Minnisvarði um Ólaf og Pál Vandræðagangur bæjarfulltrúa í minnisvarðamálinu stóra hefur […]

Messi og Vestmannaeyjar

samsett (1000 x 667 px) (5)

Það má með sanni segja að fjárfestar hafi trú á því sem er að gerast í Vestmannaeyjum. Ekki er langt síðan að kauphallarfyrirtækið Kaldalón hf. og stórir innlendir fjárfestar líkt og aðilar tengdir Eskju og Jón Ásgeiri keyptu eignir á vel yfir 1000 milljónir í Eyjum. Má þar nefna eignir eins og Hótel Vestmannaeyjar, Gamla […]

Bæjarstjórnin fær óskarinn

oskarinn

Þá er árlegri krýningarathöfn bæjarstjórnar lokið í kjölfar stórkostlegrar niðurstöðu könnunar sem haldin var um ánægju bæjarbúa á rekstri bæjarins. Spurningalistinn er í 12 liðum og í stuttu máli sagt hefur ekki orðið ein einasta breyting að ráði frá því að fyrst var spurt árið 2009. Helst mætti nefna að bæjarbúar eru einna helst áhyggjufullir […]

Dyggðaskreyting án sveinsprófs

regnbogagata_20230712_105801

Fyrir tæpu ári síðan stukku fáeinir hressir pólitíkusar fram á Bárustíg með málningu í mörgum litum, rúllur, skaft og góða skapið. Hafist var handa við að mála upp dyggðaskreytingu svo ekki færi milli mála að þarna væri á ferli gott fólk, sem sýndi fullkomna samstöðu með öllum, helst þó þeim sem gætu talist til minnihluta […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.